Jörð - 01.08.1933, Page 131
FYRR MÁ ROTA EN DAUÐROTA
Jörð]
117
haldið þér að ekki geti kreppt að heilsu manna fyrr, en
á þeim sér? »Fyrr má rota en dauðrota«.
Nákvæmlega sama má að sínu leyti segja um hvert
hinna fjörefnanna. En málavextir ná langt út fyrir þau.*
ÞEGAR leggja má svona alkunnar staðreyndir, og
einfaldar röksemdaleiðslur út frá þeim, fram fyrir fólk,
þá virðist satt að segja nokkuð út í hött að spyrja: Er
annars nokkur ástæða til þessarar manneldisfræði? Og
þegar ráðsettir menn lýsa því yfir með alvörusvip, að
»þeir álíti« allt þess háttar fyrir neðan skynsama rnenn,
þá getunr vér ekki annað en andvarpað: »Æ, hvar er
skynsemin?!«
Nýkosni Bandaríkjaforsetinn
J^RANKLIN D. Roosevelt**) er töluverð söguhetja
og frá sjónarmiði »Jarðar«, merkur maður. Ber
einkum til þess það, er nú skal greina:
Árið 1920 var hann í kjöri sem varaforseti af hálfu
Demókrataflokksins, sem þá bauð Cox fram sem forseta.
Féllu þeir fyrir Harding og Coolidge, frambjóðöndum
Repúblíkanaflokksins; voru þeir þó báöir taldir mikil-
hæfari þeim, er ofan á urðu. Tók Roosevelt ósigrinum
svo skemmtilega, að orð var á gert. En rétt í þeim svif-
um varð hann fyrir áfalli, sem álitið var að myndi eigi
aðeins binda enda á karlmannlega geðprýöi hans, heldur
og allt það, sem framtíð er kallað. Veiktist hann þá af
lömunarveiki og varö svo að segja algerlega máttlaus
neöan við mitti. Vitanlega var allt reynt, sem læknavís-
indi geta látið í té, en án nokkurs árangurs. Tók nú að
*) Sbr. greinamar »Matur er mannsins megin« og »Alhæfing
mataræðis á fslandi« í I. árg.
**) Frb. rúsvelt.