Jörð - 01.08.1933, Page 132
118 NÝKOSNI BANDARÍKJAFORSETINN [Jörð
fyrnast yfir nafn hans og var hans helzt getið til þess,
að hann væri með öllu úr sögunni.
Meðan þessu fór fram, vann Roosevelt að því öllum
árum að endurreisa heilsu sína. Vandi hann sig á ein-
falda, skynsamlega lifnaðarháttu; en mestu munaði það,
að hann komst upp á það að synda í laugavatni. Hafði
hann verið ágætur sundmaður áður fyrr, og tókst hon-
um nú að fljóta og róa sig dálítið áfram meö örmunum
einum. Einhvernveginn fór það svo, að laugavatnið
styrkti svo taugar hans, að því er álitið er, að afl tók
að færast í fótlimina, sem hann í sífellu reyndi að beita
til sundsins.
Einn góðan veðurdag urðu menn þá fyrir þeim óvænta
atburði á stjórnmálafundi, að hin góðlátlega og karl-
mannlega ásjóna Franklíns Roosevelts skein eins og
tungl í fyllingu, ánægt og glettnislegt, yfir ræðumanns-
púltinu. Hann varð að vísu að staulast við hækjur — nú
orðið kemst hann af með tvo stafi —, en á þennan hátt
gat hann þó farið nauðsynlegra ferða. Og lífsþróttur
hans var að öðru leyti í bezta lagi.
Nú kvað það vera meðal heitustu áhugamála hans, að
koma skólunum í samband við laugar, um fram allt þó
skólum fyrir öi'kumlamenn. Yfirleitt leggur hann áherzlu
á stórum aukna líkamsrækt og útileiki í skólum almennt.
»Það mun«, segir hann í viðtali viö tímaritiö »Physical
Culture«, »koma að verulegu leyti í veg fyrir spillingu
æskulýðsins, glæpsemi o. s. frv. Líkamshreysti, sem efld
er af staðfestu í líkamsi’ækt, leiðir til heiðarlegrar at-
orku við vinnu«.
Lífsreglur Roosevelts, að því er heilsuna snertir, eru
þessar, helztar:
1) útiloft og sólskin.
2) Allshugar áhugi á líkamsæfingum og leikjum.
3) Skynsamlegt, hóflegt mataræði.
4) 8 stunda svefn.
5) Skynsamlegt verkaval og alhugi lagður í störfin.
6) »Hvað sem upp á kann að koma, þá — týndu ekki
bl’OSÍ þíllU«. (Útdr. úr grein í Physical Culture, sept. ’30).