Jörð - 01.08.1933, Síða 133
TÓBAK, KAFFI, VÍN, BANS
119
JÖl'ð]
Tóbak, kaffi, vín, dans.
EIR, sem hafa lesið »Fiskerjenten« eftir Björn-
stjerne Björnson (það ætti að vera óhætt að vitna í
Björnson þetta árið!), kannast við, að allt, sem nefnt er
í yfirskrift greinar þessarar hefir verið talið synd-
samlegt af ákafatrúarmönnum evangelískrar kirkju, aö
fullu og öllu ósamrýmanlegt því, að vera Krists. Nú orð-
ið myndi fæstum detta það sjónarmið í hug. Tökum þá
velli þeim, sem sjálfur samtíminn haslar og spyrjum,
hvaöa rétt ofangreind »nautnameðul« eiga á sér — t. d.
frá sjónarmiði lífsnautnarinnar sjálfrar, frá sjónarmiði
heilsunnar, sjónarmiði þess yfirleitt að vera maður
(sjálfsvirðingarinnar sjónarmiði), frá sjónarmiði félags-
lífsins, almenningsheillar. Þetta er nú auðvitað of yfir-
gripsmikið til þess aö fengizt verði við þaö allt í einni
smágrein. Hins vegar vildum vér undirstrika það, að
hin framangreindu, núlegu sjónarmið eru réttmæt. Þau
eru nauðsynleg, ef að nútíminn á í raun og veru að bera
giftu til að valda viðfangsefnunum, sem honum stafa af
tóbaki, kaffi, víni, dansi.
í þessari grein verður aðeins drepið á einstök atriði,
sem oss eru hugstæð: nokkrar úrklippur hinnar lifandi
myndar.
HVAÐA rétt á tóbak á sér? Vér búumst við, að hann
sé einhver, þó að oss virðist í fljótu bragði vér engan
kost á því sjá. Vér sjáum ekki, að tóbaksmenn séu neitt
sælli en aðrir. Til hvers eru þá hin óhemjulegu útgjöld
einstaklinga og þjóðfélags til tóbaksnautnar ? Spyr sá,
sem ekki veit. Hvaða vit ætli sé svo sem í því að leggja
hart að sér til þess að venja sig á tóbak, eins og flestir
hafa gert?! Hvernig get-ur hver fullþroskakynslóðin af
annari horft á æskulýð sinn, kynslóð eftir kynslóð, taka
almennt upp þenna vana, sem ekki virðist eiga sér neina
stoð í náttúrunni; vitað til þess að hún leggi alveg að
nauðsynjalausu á sig byrði nýrrar, og meira að segja ó-