Jörð - 01.08.1933, Page 137
Jörð]
TÓBAK, KAFFI, VÍN, DANS
123
ræn íþrótt í einföldu, innilegu sambandi við hjarta
mannsins, sprottin upp af náttúrlegu lífsfjöri hans.
Hver heilbrigður maður býr yfir lífsfjöri, sem er ná-
kvæmlega sama og fjör barnanna. Stafar það, líkamlega
skoðað, af innrennsli vissra kirtilsafa í blóðið. Siðvan-
inn bælir það og heldur því niðri — svo að ekki sé hér
annað nefnt, sem dregur úr því. En í dansinum hefir
maðurinn nærri því ósjálfrátt opnað fjöri sínu farveg,
svo aö þaö nýtur sín eða getur notið sín frjálst og eðli-
lega. Hefði leið þessi verið lokuð, myndu margir annað-
hvort leita lakari farvega eöa bæla fjör sitt að íullu.
Að því er snertir hið síðara, þá myndu kirtilsafarnir
snúast til beinna eituráhrifa; þróttur líkams og sálar
bælast; þreyta vaxa; jafnframt myndi orka sú, sem
bægt væri frá fjörkirtlunum, einmitt leggjast meir að
kynkirtlunum og leiða til óeðlilegrar og óhollrar ólgu í
kynferðislífinu; svo að ekki séu nefnd sálræn atriði,
er hér koma einnig til greina.
í dansi — vér tölum einungis um eðlilegan dans, som
ekki er misbeitt — er lífsfjörinu beint í farveg sem að
visu er, þegar svo ber undir, blandinn kynferðislegum
ilm, ef að svo mætti segja, en »vel að merkja« í hlutföll-
um, sem eftir atvikum eru náttúrleg, hófsamleg, fögur
og heilnæm jafnt sál sem líkama. Kynkirtlarnir veröa þá
að vísu fyrir dálítilli örvun; en aðallega eru það aðrir
kirtlar, fjörkirtlarnir, þeir er valda fjöri smábarnsins
og rciðhestsins, sem eru vaktir til starfs.
Þessu fjöri er í dansinum beint í farveg listrænnar,
jafnvel skáldlegrar, íþróttar. Þannig er því bezt varið.
Fullorðins fjör, sem ekki er varið til að framleiða eitt-
hvað snjallt, fagurt, listrænt, en er þó gefinn laus taum-
urinn, því er illa og ómenntað varið, — nema um aleflis-
átök sé að ræöa; það verður lífinu ekki til neinnar upp-
byggingar.
Hin listræna íþrótt dansins er út af fyrir sig þrungin
fegurð og því eölileg og dýrmæt uppspretta lífsnautnar,
bæði framkvæmanda og áhorfanda. Fegurð þessari og
nautn vex aftur ásmegin við hina nánu samstillingu