Jörð - 01.08.1933, Side 138
124 TÓBAK, KAFFI, VÍN, DANS [Jörð
tveggja (eða fleiri) aðilja, sem íþróttin gerir mögulega.
En samstilling við annan mann (eða fleiri) er einhver
hin dýpsta nautn, sem mannshjartað á kost á. Það mætti
vera augljóst, að innileg listræn samstilling í dansi næst
ekki endilega bezt meö því, að dansendurnir þrýsti sér
fast hvort að öðru, — sem út af fyrir sig er klunnaleg
aðferð til samtaka og miðar raunar fyrst og fremst til
ótímabærrar kynferðislegrar nautnar, — heldur miklu
fremur með hinu mótinu, aö sálræn samstilling og þjálf-
að vald yfir líkamanum leiði til innilegra, léttra samtaka.
Til hinnar sálrænu samstillingar jafnt sem valdsins yfir
líkamanum þarf náttúrlegt fjör, snerpu, fjaðurmagn,
næmleik; fjör, sem þó er haldið í hamrammri stillingu
innan vissra vébanda og verður einmitt við takmörkun-
ina fært um ágæti þar, sem það er látið frjálst. Það
stafar af lifsgleði og stafar aftur af sér lífsgleði á ná-
ungana við það að notast í dansinum til nýrrar fram-
leiðslu lífsgleði. Er fátt jafnfagurt og þá, er vel er dans-
að saman. Þeir er þannig dansa: frjálslega, látlaust, af
innilegri vandvirkni, af fjöri og andagift — þeir hafa
í raun og veru orðið aðnjótandi nautnar, sem eilífðar-
ilmur er af. Mannleg samstilling á hér einn af full-
komnustu farvegum sínum.
VÉR höfum nú sungið dansinum mikið lof. Hitt er
annað mál, að í reyndinni hefir hann kannske ekki not-
azt stórum betur en áfengið. En þá fyrst mun unga fólk-
ið þora að eiga undir því að sleppa þeirri dansnautn,
sem er meng-uð græðgi, — þegar hún hefir lært að sækja
sér hin raunverulegu lífsverðmæti, sem í dansi eru fólg-
in. En þá mun hún líka hafa öðlazt yfirgripsmeiri skiln-
ing á lífinu yfirleitt, fyrst og fremst sjálfri sér. Sá
skilningur mun leiða fegurð hennar og alhæfan lifsþrótt
í fulla framkvæmd — og sæla.
-<x38»S>0'