Jörð - 01.08.1933, Page 139
Jörð]
ASA OG GULLHARPAN
125
Asa og gullharpan.
Eftir Kristján Sig. Kristjánsson.
G E I R I rölti á eftir ánum fram fjárgöturnar. Nestis-
pokann sinn hafði hann bundið á bak sér. Smala-
hundurinn labbaði við hlið hans.
Geiri liafði annazt hjásetuna á Gnípuhóli síðustu þrjú
sumrin. En nú var honum farið að leiðast að húka yfir
rollunum. Hann var ákveðinn í því að velja sér önnur
viðfangsefni, sem allra fyrst. Og nú var hann kominn á
þann aldur, að það var varla vansalaust fyrir hann að
venjast ekki öðrum störfum.
Honum hafði líka einatt verið ami að því, hve óglöggur
hann var á fé. Ærnar voru 73 í kvíunum. En það voru
aðeins fáeinar þeirra, sem hann þekkti. Hafði hann þó
oft reynt að setja á sig svip og einkenni. Allar hinar voru
hver annari líkar. Þar var enginn munur sjáanlegur, —
ekki í hans augum. .■— Þó voru aðrir, sem sáu þar glögg
merki. En það, sem honum þótti þó mestum undrum sæta,
var það, að þeir þekkti kyn hverrar skepnu lið fram af
lið.
Það töldu líka allir áreiðanlega víst, að Geiri væri ótta-
lega heimskur. Honum hafði meira að segja oft fundizt
sjálfum, að svo hlyti að vera. Það var líka fleira, sem að
honum amaði. Vöxturinn var ákaflega hægfara. Og það
var svo þreytandi og leiðinlegt og vera kallaður Geiri litli.
Hann var þó ekki ákaflega lítill. Og nú teygði Geiri úr
sér og fór að hafa lengra á milli sporanna.
— Þetta lagast, þegar tímar líða, — sagði hann við
sjálfan sig.
En svo voru það spjarirnar. Þær höfðu ekki mátt lé-
legri vera, síðan hann kom að Gnípuhóli. Honum varð lit-
ið niður á brækur sínar. — Já, ekki var á að lítast. Þar
var lítið annað að sjá en bætur og göt. Og svo var nú úlp-
an, sem hann var í að ofanverðu. Ekki var hún betri. En