Jörð - 01.08.1933, Page 140
126
ÁSA OG GULLHARPAN
[Jurð
verst af öllu var þó að vera í votu dag eftir dag. I morg-
un var hann orðinn bullandi votur úr grasinu, áður en
hann kom fram á kvíarnar. Og nú bullaði vatnið út um
skósaumana í hverju spori. —
— Já, það var nú eitthvað annað að vera svona til
fara, eða að vera vel búinn. Honum varð á að bera spjar-
irnar sínar saman við fallegu fötin kaupstaðarbúanna,
þeirra, sem hann hafði séð í skemmtiferðum um sveitina
á sunnudögum. Hvað skyldi hann lengi þurfa að vera í
þessum tötraham. Þegar hann væri orðinn stór, þá skyldi
hann verða öðruvísi. Þá losnaði hann líka við óþægðina í
rollunum. Marga stundina höfðu þær gert honum gramt
í geði. Þær höfðu það til að rása í allar áttir. Sumar voru
svo læðnar, að þær læddust upp í hvilftir, eða heim ár-
dali, án þess að hann sæi við þeim. Og þá hafði honum
oft sézt yfir þær. En það þótti ekki vansalaust að láta
vanta úr hjásetunni. Og þá var nú ekki til setunnar boð-
ið. Og oft var það, að maginn bar sig illa, þegar leitin tók
langan tíma.
En það var líka margra ánægjustunda að minnast. í
friði náttúrunnar og unaði höfðu æskudraumarnir vakn-
að, og sólargeislar bjartra vona farið um sál hans. Þar
haí'ði hann séð framtíðarlandið í hillingum. Og þar hafði
honum opnast sýn inn á æfintýralöndin, sem höfðu svo
undramargt að geyma. Hann hafði líka með sér vasabók-
ina sína og blýantinn. — Það var helgidómurinn hans, —
stökur og lítil ljóð. — Það hafði allt komið einhvernveg-
inn ósjálfrátt. Og nú var það geymt í vasabókinni. Hann
hafði líka oft haft með sér ljóðabækur. Þær hafði Árni á
Ósi lánað honum. Það hafði verið honum mikill fengur í
einverunni. Honum hafði því ekki verið alls varnað. Og
þegar öllu var á botninn hvolft, þá var þó margs góðs að
minnast.
GEIRI labbaði nú eftir ánum fram dalinn, þangað til
komið var á áfangastaðinn. Þar dreifðu þær sér um
skrúðgrænt haglendið.