Jörð - 01.08.1933, Page 141
Jörð]
ÁSA OG GULLHARPAN
127
Geiri lét nestispokann sinn inn í smalakofann og sett-
ist svo í brekkuna fyrir framan dyrnar.
Það var nú að birta í lofti og sólin var að breiða verm-
andi geisla yfir dalinn. — En sú dýrð! — Hann minntist
þess með fögnuði, hvernig dýrð náttúrunnar hafði létt
honum ömurleika-skuggana, sem svo oft grúfðu yfir lífi
hans.
Geiri gaf nú ánum gaum nolckura stund. Þegar hann
sá að allt var í góðu lagi, lofaði hann huganum að reika
óhindruðum.
OG HUGSANIRNAR urðu svo dæmalaust undarlegar.
Þær tóku á sig ýmsar myndir. Hann sá ekki þær myndir,
eins og hann sá hluti venjulega. Það var eins og sál hans
hefði augu. — Nú sá hann yndisfagra kvenveru standa
fyrir framan sig.
— En hvað hún var lík henni Ásu á Eyri, — yngis-
meyjunni, sem heillað hafði huga hans. En þó var það
ekki hún. Því miður.
— Þekkirðu mig ekki, Geiri litli? sagði veran.
— Nei, sagði Geiri og var nokkuð stuttur í spuna.
— Þykir þér leiðinlegt að vera kallaður Geiri litli ? —
Geiri roðnaði en svaraði engu. Veran brosti góðlátlega.
— Á ég að láta þig verða stóran? sagði hún svo.
— Já, sagði Geiri, í huganum, án þess að varirnar
bærðust.
— Ég er draumadísin þín, bætti hún við, og ég get haft
þett alveg eins og mér sýnist. Og hún lyfti svolítið, með
einum fingrinum, undir hökuna á Geira og hann varð í
einni svipan stór, — eins og fullorðinn maður.
Nú glaðnaði yfir Geira. Hann gat ekki varizt því að
fara að skellihlæja.
— Gerðu eitthvað meira fyrir mig, sagði hann svo.
Á ég að sýna þér hana Ásu á Eyri?
— Geturðu það?
— Já. Ég held það nú. Ég ætla að standa hérna við
hliðina á þér og sýna þér svo eitt og annað.