Jörð - 01.08.1933, Page 143
ASA OG GULLHAIIPAN
129
Jtfrð]
sem þægilegast að láta aðra lesa svona hugsanir sínar.
En úr því varð ekki hægt að bæta.
— Nei, sagði Lífið, úr því verður ekki bætt. Þú getur
enga hugsun hugsað, án þess að ég sjái hana.
Geiri varð orðlaus af undrun.
— En nú skal ég segja þér eitt, Geiri. Ég kom til þess
að vekja þrár þínar og langanir. Ég vakti t. d. löngun
þína til þess að sjá Ásu á Eyri. Og það er ég, sem hefi
vakið allar aðrar langanir þínar. En líf þitt og framtíð
fer nokkuð eftir því, hverjar langanir þínar eru og hvað
þú þráir innilegast og af mestum áhuga. Það yrði eflaust
ánægjulegt að fá hennar Ásu á Eyri. En þú þarft að
hugsa um ýmislegt annað, til þess að geta orðið nýtur
maður. En mest er þó um það vert, að verða meðbræðr-
um sínum til blessunar. Og ekki nægir þér að hafa eiti-
göngu hugann hjá Ásu á Eyri. Þú þarft t. d. að hugsa um
aö verða hennar verðugur.
Geiri hafði nú oft hugsað um það áður. En honum var
ekki um að masa um það við aðra.
Lífið brosti.
— Nú, þér er ekki um að tala um þetta við mig. En all-
ar hugsanir þínar eru viðtal við mig. Og ég veit einatt
hvað þér liggur þyngst á hjarta. En þú getur ekki öðlazt
neitt, án þess að tala um það við mig. Það getur í raun og
veru enginn veitt þér neitt, nema ég. Og ekki færðu henn-
ar Ásu, án þess að ég gefi þér hana.
Geira fannst nú, svona með sjálfum sér, að Ása ætti að
ráða mestu um það sjálf, og svo máske foreldrar hennar.
Lífið brosti.
— Hvað myndir þú vilja gera, til þess að fá Ásu?
— Hvað ég myndi gera? Ég veit nú ekki hvað það væri,
sem ég vildi ekki gera, ef ég ætti von á að fá Ásu. —
Geira fannst eins og nýtt h'f færi um sig allan.
— Myndir þú leggja líf þitt í sölurnar?
— Þó ég ætti tíu líf, þá myndi ég leggja þau öll í söl-
urnar.
— Jæja, Geiri, — þá er bezt að sjá hvað þér tekst.
Geiri hoppaði af fögnuði. □