Jörð - 01.08.1933, Page 144
130
ÁSA OG GULLHARPAN
[JÖl'ð
— Hlustaðu nú á mig, sagði Lífið.
Geiri beitti athygli sinni af fremsta megni.
Ég á svolitla gullhörpu, sagði Lífið. — Ef þú snertir
strengi hennar, þá óma unaðslegir og heillandi söngvar á
strengjunum. Með henni getur þú hrifið hugi mannanna,
látið þá gleyma sorgum og þjáningum og lyft sálum
þeirra upp í unaðsheima fegurðar og göfgi. Hörpuna æt!a
ég að gefa þér. En þú verður að ná henni sjálfur, og það
er nú þrautin þyngri.
— Hvar get ég fundið hana, spurði Geiri.
— Gullharpan mín er uppi á Sigurhæðum, — hangir
þar á trjágrein. Oft er það, að blærinn strýkur streng-
ina, svo þeir óma. ómarnir hafa nokkrum sinnum berg-
málað í sál þinni. Og nú skal ég sýna þér hörpuna, svo
að þú þekkir hana.
Geiri sá nú sjálfan sig, prúðbúinn og glæsilegan. í
höndum hans ljómaði skínandi gullharpa. Strengirnir
ómuðu og unaðslegir söngvar bárust upp að eyrum hans.
En hvað þetta var dásamlegt og heillandi.
En það, sem mest var um vert, er enn þá ósagt. Ása á
Eyri sat við fætur hans og hlustaði. Geiri sat hugfanginn.
Það hefðu máske geta liðið ár, en líklega hefir það
ekki verið nema örstutt stund. Sýnin hvarf. Tón-
arnir dóu út. Geiri sat hugsi. Hann þurfti að átta sig á
því, sem gerzt hafði. — Hver hafði talað við hann? —
Lífið sjálft? Sál tilverunnar? Hann rifjaði upp fyrir sér
helztu atriði samræðunnar. En svo fór hann að hugsa um
gullhörpuna, söngvana, Sigurhæðirnar og Ásu á Eyri.
EN Nú hrökk hann upp við það, að seppi gelti í hlíð-
inni fyrir ofan hann. Þá mundi hann eftir hjásetunni.
Hann stóð hvatlega á fætur og svipaðist um. Aumingja
seppi! Hann hafði þá veitt því eftirtekt, að nokkrar ær
höfðu tekið á rás heim hlíðina. Það var ekki í fyrsta
sinni, sem seppi gerði honum greiða. Hann hljóp nú af
stað, til þess að komast fyrir ærnar.
En Sigurhæðirnar blöstu við huga hans.
Þangað varð hann að sækja gullhörpuna og Ásu.