Jörð - 01.08.1933, Síða 145
Jiirð]
ÞRÓUN
131
Þróun.
Prédikun eftir sr. Björn Magnússon á Borg.
E I T T af auðskildustu og- fegurstu listaverkum Ein-
ars myndhöggvara Jónssonar er að mínu viti myndin
Þróun. Sýnir hann þar dýr, liggjandi í svefnmóki, en upp
við það húkir risi hálfboginn, og teygir hægri hendi aft-
ur fyrir sig á háls dýrinu. En fyrir framan risann stend-
ur maður mikill og beinvaxinn, og horfir fram; styður
hann hægri hendi á öxl risanum, en vinstri arrnur risans
livílir með krepptum hnefa á herðum hans. En í vinstri
hendi heldur maðurinn hnetti, og er á honum reistur
kross, og maður hangandi á krossinum; en bak við kross-
inn krýpur mannvera og styður olnboganum fram á
hann, er hún lyftir höndum sínum sem í bæn.
Þessi mynd þykir mér skýra ljóslega þróun mannsins
frá hinu lægsta, dýrslega stigi, gegn um hið trega og
jarðbundna stig frummannsins, sem varla lyftir huga
sínum frá jörðu og bundinn er af hinu dýrslega eðli sínu
og gegnum stig hins upprétta og framsækna, menntaða
manns. sem horfir ótrauður fram á við og ýtir sér upp
og fram, en er þó haldið niðri af hinu lága eðli, er hvílir
sem þungur hrammur á herðum hans. Og þó ber hann
uppi heim framtíðarinnar, sem þróunin stefnir til, með
fullkomnun mannverunnar í sameiningu við guðdóminn,
fyrir þjálfun hans og hreinsun í skírn þjáninga og sjálfs-
fórnar, eins og lesa má út úr verunni biðjandi, sem hall-
ar sér fram á krossinn. Þannig hefir mér lesizt úr þessu
ljóði myndskáldsins mæta, svo að ég sé þar bæði hvert
þróunin stefnir og einnig nokkra leiðsögn um, hvernig að
henni verði stuðlað.
ÞRÓUN er að vísu gamalt orð, sem að líkum lætur, þar
sem einstaklingarnir þróast sífellt fyrir augum manna;
og nokkuð snemma munu hugsuðir hafa tekið að bendla
9*