Jörð - 01.08.1933, Qupperneq 146
132
ÞRÓUN
[Jörð
rás alheims og mannkyns við það hugtak; en þó var svo
lengi vel, að það átti ekki upp á háboröið hjá vísdóms-
mönnum um þau svið, og er enda svo enn sumstaðar. Á
grundvelli hinna gömlu og þráfaldlega mis-skildu eða of-
skildu sköpunarsagna, er skýrðu frá því, hvernig heim-
ur og menn hefðu orðið til, nær á svipstundu í því sama
ástandi, sem þeir nú eru, eða hvað menn snertir, miklu
fullkomnara ástandi, hafa menn forðazt að tala um þró-
un heims og manns, og allra sízt nefnt framþróun. Á
grundvelli sköpunarsagna 1. Mósebókar byggði Kirkjan,
eða máske réttara: háspeki miðalda, þá kenningu, að
mannkynið, sem þá var aðeins 2 menn, hafi upprunalega
veriö gott og fullkomið, — og meira en það, öll náttúran
hafi verið góð og fullkomin. En maðurinn féll; honum
var útskúfað fyrir fullt og allt til eilífrar glötunar, nema
þeim lau, sem notið gátu sérstakrar, yfirnáttúrlegrar
ráðstöfunar til frelsunar. Og öll náttúran spilltist líka,
inn kom dauði, spilling, sorg og sársauki: allt fyrir fall
Adams og Evu. »Heimur versnandi fer«, er inntak þeirr-
ar heimsmyndar, sem ríkti undir áhrifum miðalda-há-
spekinnar og misskilinnar biblíuskýringar.
Ég gat þess, að menn með frjálsa og djarfa hugsun
hefðu nokkuð snemma tekið að ræða um þróun heimsins
og mannsins, og átti ég þar við framþróunarkenningu þá,
sem sér í liðinni tíð og framtíð sífellda breytingu til batn-
aðar, frá ófullkominni byrjun til æ meiri fullkomnunar.
Ég hefi séð þess getið, að fyrst hafi menn orðið þess var-
ir meðal vestrænna þjóða hjá grískum speking á 5. öld
fyrir Krists burð, eða um líkt leyti og Gyðingar fluttu
heim frá Babýlon og skráðu sköpunarsöguna í 1. kap. 1.
Mósebókar. Síðan rekur þessi kenning upp höfuðið öðru
hvoru, en er alltaf kveðin niður jafn-ótt, a. m. k. eftir að
hið gagnstæða var talið rétt samkvæmt vitnisburði Biblí-
unnar og Kirkjunnar. (Er það eitt sorglegt dæmi þess,
hve þröngsýn fastheldni innan þeirrar stofnunar, er boða
átti sannleikann, varð til að bæla niður sanna upplýs-
ingu). En á 18. og 19. öld gerast þær raddir æ háværari,
er boða framþróun frá Jítilli byrjun til mikillar fullkomn-