Jörð - 01.08.1933, Side 148
134
ÞRÓUN
[Jörð
andmæli, sem byggð eru á aukinni rannsókn og studd eru
af nýrri þekkingu í sálarfræði og eðlisfræði. Reynslan
hefir sýnt það síðan um miðja 19. öld, að efnishyggjan sá
skammt, og henni skjátlaðist í dómum sínum, því að hún
var einsýn. Og hugmynd Darwins og nánustu lærisveina
hans um breytiþróun hefir að sumu leyti sýnt sig vera í
ósamræmi við veruleikann. Þróunin er ekki svo reglu-
bundin. Vélgengi þekkist ekki í lífinu á sama hátt og með
hinu dauða efni. Menn hafa orðið varir óskýranlegra
breytinga, byrjana til nýrra tegunda, án þess að nokkur
milliliður finnist Stökkbreytingar hafa menn kallað þær.
Franski heimspekingurinn Bergson* hefir ritað um þessa
ný-sköpun í framþróuninni, er hann nefnir »hina skap-
andi þróun«. Lífs-hrynjandin (élem vital) lýtur ekki
einföldum lögum, er reiknað verði eftir með stærðfræði-
legri vissu, heldur á lífið óendanlegan margbreytileika,
svo að það þarf aldrei að endurtaka sjálft sig. Þróunin er
jafn-óhrekjanlegt fyrirbrigði og Darwin og lærisveinar
hans héldu fram, eingöngu miklu fjölbreyttari, dásam-
legri og víðtækari en þeir gátu greint. Þannig hafa síð-
utsu jarðsögurannsóknir leitt í Ijós, eða a. m. k. gert
mjög sennilegt, að maðurinn eigi miklu lengri þróunar-
sögu að baki sem slíkur, en þeir gerðu ráð fyrir. Leifar
manna hafa fundizt í svo gömlum jarðlögum, að þær
sýna að maðurinn hefir verið til á Jörðinni miklu fyrr en
áður var haldið. Hafa menn því dregið þá ályktun, að
mannkynið sé ekki afkomendur þeirra dýraflokka neinna
sem nú þekkjast, heldur séu bæði þeir og apar hliðstæðar
greinar, sprottnar af sameiginlegri rót. Og einnig hall-
ast nú margir að því, að í stað þess sem talið var, að allt
líf væri sprottið fyrir náttúruval af einni frum-tegund,
þá geti verið um fjölbreyttari uppruna að ræða eftir hlið-
stæðum leiðum. En allt verður þetta til að gera þróunar-
kenninguna fjölbreyttari og fegurri, og lífsskoðunina víð-
ari og frjálsari. Og þar sem Darwin taldi höfuð-vald
breytingar og náttúruvals vera baráttuna um lífsnauð-
* Frb. berson(g).