Jörð - 01.08.1933, Side 149
ÞRÓUN
135
Jörð]
synjar, hafa menn komið auga á það, að fleiri atriði eru
ráðandi, og gætir þeirra því meir, sem ofar dregur í þró-
unarstiganum; og þegar til mannanna tekur, muni þeir
reynast hæfastir til æðstrar þróunar, sem geta fórnað
efnisgæðunum fyrir andleg verðmæti, eða fórnað eigin
hagsmunum sínum, til þess að geta veitt öðrum þaðan af
meira. Er þá alveg snúið við reglunni um náttúruval fyr-
ir baráttu um lífsþarfirnar. En þessi nýja þekking bygg-
ist á því, að menn hafa lyfzt yfir efnishyggju til skilnings
andlegra verðmæta, og orðið að viðurkenna styrkleika
annarra hvata en hinna líkamlegu sem ráðandi athöfnum
lífsveranna, og það jafnvel meðal »skynlausra« skepna.
ÞANNIG lyftist maðurinn upp frá dýrslegri tilvist og
frumstæðu lífi villimannsins,er lifir fyrir líðandi stund og
lætur stjórnast af þeim hvötum, sem honum eru sameig-
inlegar dýrunum, svo sem næringarþörf og kynþörf. Leið
hans liggur yfir stig hinnar raunverulegu efnishyggju,
sem er óháð fræðilegri efnishyggju, þar sem lærist að
þekkja gæði og öfl jarðefnisins og nota þau svo til þæg-
inda; og stendur hann þá uppréttur í mikillátri tign,
drottnandi yfir dýrum merkurinnar, horfandi fram til
aukinnar þekkingar og valda yfir öflum Jarðar. Leið hans
liggur upp á stig lítillætisins, þar sem hann finnur smæð
sína frammi fyrir mikilleik þeirrar tilveru, sem hann er
að byrja að kynnast, og krýpur fram til að taka á sig
byrðar annara og sársauka fyrir sannleikann, af því að
þá finnur hann sig sannastan í lífi sínu og næstan full-
komnunar-takmarki gervalls lífeðlis, sem af Alföður er
selt þjáning og baráttu sem þrotaskóla; baráttu um mat
og maka, auð og völd á lægri sviðum; þjáningu, þjónustu
og sjálfsfórn og uppgjöf hinna fyrri, lægri verðmæta á
æðri sviðum.
Hér mætist hinn gamli og nýi sannleikur. Darwin sá,
að í dýraríkinu átti baráttan um lífsbjörgina mikinn þátt
í vali náttúrunnar til framþróunar kynstofninum. Vér
sem viljum líta til andlega lífsins með manninum, finnum