Jörð - 01.08.1933, Síða 150
136
ÞKÓUN
[Jörð
baráttuna enn mikilsverðan þátt til þroska honum. Það
er eingöngu skift um svið og viðfangsefni.
MEÐAN ég hef verið að hugsa þetta, hefir þráfald-
lega sótt á mig hugsun um aðra mynd Einars Jónssonar
en þá, sem ég gat í upphafi máls míns. Hún heitir Deigl-
an. Sýnir hún þró, í lögun sem kross, og upp af henni rís
-fögur mannvera, fórnandi höndum mót himni. Ég hefi
lesið svo úr þeirri mynd, að úr deiglu þjáninganna, sem
krossinn táknar, rísi maðurinn hreinn og skír til fegra og
þróttmeira lífs. En krossinn er jafnframt tákn kristin-
dómsins. Og sé rétt að gáð, þá dylst ekki, að þjáningin er
sem djúpur tónn í boðskap Krists, er ómar aftur og aftur
glögglega í gegn. Sjálfur var Jesús þjáningamaður flest-
um fremur. Og sá hefir hræðilega misskilið boðskap Jesú,
sem ekki kann að meta gildi þjáningarinnar. Krossinn er
ekki ófyrirsynju tákn Kristindómsins. »Vilji einhver
fvlgja mér, þá afneiti hann sjálfum sér, og taki upp
kross sinn og fylgi mér«. (Mk. 8. 34). »Þér vitið, að þeir,
sem ríkja yfir þjóðunum, drottna yfir þeim, og höfðingi-
arnir láta þá kenna á valdi sínu; en eigi sé því svo farið
yðar á meðal, en sérhver sá, er vill verða mikill yðar á
meðal, hann skal vera þjónn yðar; og sérhver sá, er vill
yðar á meðal vera fremstur, hann skal vera þræll yðar;
eins og Mannssonurinn er ekki kominn til þess að láta
þjóna sér, heldur til þess að þjóna og til þess að leggja
líf sitt í sölurnar sem lausnargjald fyrir marga« (Mk. 20.
25—28).
Þannig kenndi Jesús leiðina til framþróunar. Þannig
sýnir myndskáldið sem hámark þróunarinnar manninn,
sem krýpur fram á krossmarkið og treystir vegi þjáning-
anna til þess að leiða sig til fullkomnunar síns eigin eðlis
— guðsbarn.
VÉR skulum vera óhi'ædd að treysta leiðsögn spekinga
og sjáanda, þegar hún samhljómar svo vel við hina
innstu rödd samvizku vorrar og æðstu þekkingar manns-
andans, sem þessi bending gerir. Stillum oss í samræmi