Jörð - 01.08.1933, Page 153
Jörð]
ÞRÓUN
137
við hinn komandi tíma! Þróunin heldur áfram; það er
vor eigin sök, hvort vér fylgjumst með eða merjumst
undir í framrás hennar. Vér erum sjálf ábyrg fyrir sjálf-
um oss. Og þá er oss bezt, að hagnýta oss þá leiðsögn,
sem vér eigum kost, til að lifa því lífi, er leiðir til sannr-
ar framþróunar og gerir oss hæf til að taka komandi tím-
um. Minnumst þá þessa: hið bezta meðal, sem Skaparinn
hefir gefið oss til að þjálfa oss og þroska, er barátta sú
og þjáning, sem mætir oss í dagler/a lífinu. Látum hana
hvorki buga oss né tökum henni of léttilega. Finnum mik-
ilvægi hvers augnabliks. Finnum sárt til allra þeirra
vandamála sem lífið leggur fyrir oss, og berjumst óþreyt-
andi við að leysa þau. Þá vöxum við af örðugleikunum.
Og ef lífið leikur oss um of í lyndi, svo að oss finnst það
leikur einn, er enga þurfi fyrirhyggju, þá sköpum oss
verkefni, leggjum á oss erviði öðrum til hjálpar; finnum
til hinnar sáru neyðar, sem þröngvar kosti fjölmargra
meðsystkina vorra og ógnar með að buga þau. Gerum
neyð þeirra að vorri neyð, sársauka þeirra að vorum sárs-
auka, og verðum meiri og sannari menn af yfirbugun
þein-a vandkvæða. Reynum að öðlast brot af allsherjar-
samkennd Alföður, svo að vér finnum til með allri
skepnu, og reynum að lyfta öllu því hærra, sem vér finn-
um lágt eða lítilmótlegt. Þá erum vér örugg á framþró-
unarbraut vorri!