Jörð - 01.08.1933, Síða 155
Jörð]
HALLGERÐUR HÖSKULDSDÓTTIR
139
Alexander Bugge í riti sinu »Víkingarnir«, 1904, bls.
40, að Hallgerður hafi verið gersneydd öllum siðgæ&is-
hæfileikum, og sérhverri tilfinningu um misnvun á góðu
og illu, lieiðarlegu og óheiðarlegu. Ég mótmæli slíkum
dómum og tel slíka sagnritun blátt áfram svívirðilega.
Áður en ég tala meira um óliappaveizluna á Bergþórs-
hvoli, þá skulum við athuga hvað Njála segir um Berg-
þóru; þar liggja rökin til réttrar þekkfngar bæði á Hali-
gerði og Bergþóru, og til réttra dóma um báðar. Hvað
segir þá Njála? Hún segir; »Bergþóra hét kona Njáls.
Hún var Skarphéðinsdóttir, kvenskörungur mikill ok
drengr góðr ok nokkvat skaphörð«. Lýsing Njálu er ekki
lengri; allt annað eða meira verðum við að lesa okkur til
í frásögu sögunnar. Um ætterni Bergþóru vitum við nú
ekki; og þá vantar mikið; hún hefir efalaust verið af
sæmilegum ættum, en meira ekki. Sagan ber þess vott,
aö Bergþóra var merkileg kona; en hún vottar líka hitt,
að hún var svarri, heiftúðug, grimm og langrælcin. —
Þegar henni mislíkar, þá má sjá af sögunni, að hún æðir
um bæinn með pilsaþyt og hávaða; en þaö má líka sjá,
aö maður hennar og synir eru vanir þessum »forgangi«
i kerlingunni og henda drjúgum gaman að, t. d. bæði
Njáll og Skarphéðinn. — Þegar hún er í einu geðofsa-
kastinu, æðir rausandi um bæinn, þá segir Njáll í köld-
um kýmnistón: »Kemst þó seint fari, húsfreyja«, og hafa
þau orö verið uppi höfð síðan. Og í sama sinn segir
Skarphéðinn glottandi: »Gaman þykir kerlingunni, móð-
ur vorri, at erta oss«. Þeir henda samtaka gaman að
ofsanum og rausinu í kerlingunni. Auöséð er og að hún
hefir verið vön að skoða sig sem bóndann og húsfreyj-
una; að minnsta kosti stundum og öörum þræði. — Þeg-
ar Atli falast eftir vist á Bergþórshvoli, þá segir hún:
»Ek em kona Njáls, ok ræð ek ekki siöur hjón en hann«.
Hún tók að vísu við Atla, en hún skildi það til, að hann
færi orðalaust, þótt hún vildi senda hann til manndrápa;
og það gerði hún. — Þegar gert er á hluta fjölskyldunn-
ar á Bergþórshvoli, þá eggjar hún syni sína og hálf-
rekur þá til víga og manndrápa. Kára Sölmundarsyni,