Jörð - 01.08.1933, Side 156
140 HALLGERÐUR HÖSKULDSDÓTTIR [Jörð
sem ekki var neinn kveifarmaður, þótti nóg um ofsann
og eggjanirnar í Bergþóru, að minnsta kosti stundum,
og taldi sér skylt að benda henni á, að hún skyldi eggja
syni sína varlega, þeir mundu nógu framgjarnir samt. —
Sú varð líka raunin á; af manndrápum þeirra Njálssona
spratt líka hin mesta ógæfa, Njálsbrenna með dauða
þeirra hjóna, sona þeirra og margra annara. Iiafði Berg-
þóra gert sitt til að bera eldivið aö þeim loga, sem brann
svo hryggilega yfir bólstað þeirra hjóna. Eggjunarorð
Bergþóru við syni hennar, um greipilegar hefndir fyrir
allar mótgerðir, báru með tímanum mikla ávexti og festu
rætur hjá sonum hennar, einkum Skarphéðni, sem var
gagnólíkur vits- og stillingarmanninum föður sínum; en
því líkari móður sinni aö hefndargirni, skaphörku og
vígahug.
Enda þótt við öll höfum samúð meö Bergþóru og son-
um hennar, þá verðum við þó að skoða hana og þá í ljósi
sannleika og réttlætis, og við sama kost á Hallgerður að
búa; hverjum góðum sagnritara ber að vera hlutlaus og
þræða götu sannleikans.
Öll heiftin og hefndargirnin, sem Njála skýrir frá, er
ekkert lofsverðari hjá Bergþóru en hjá Hallgerði og þó
hefir miklu harðari dómur verið lagður á Hallgerði en
á Bergþóru, einmitt fyrri hinar sömu sakir. — Nálega
öll frásögn Njálu um Bergþóru snýst um viðskiíti henn-
ar og Hallgerðar, og það er ljót og harðvítug glíma
þeirra á milli, og hlutur Bergþóru er þar í engu betri en
Hallgerðar. 1 þeirri orrahríð er Bergþóra studd af manni
sínum, sonum og vinum, en Hallgerður stendur ein og
óstudd af öllum, jafnvel maðurinn hennar stendur ckki
með henni. En ég tek það skýrt fram og með þungri á-
herzlu, að í öllum þessum grimmúðuga hildarleik milli
Hlíðarenda og Bergþórshvols, hatrinu og manndrápunuin
á báðar hendur, á Bergþóra enga samúð skilda frekar
en Hallgerður, nema miklu síður sé; því að það var Berg-
þóra, sem hleypti allri þessari voðaskriðu af stað í upp-
hafi. Bergþóra, en ekki Hallgerður. —
Og nú vík ég aftur aö heimboðinu eða veizlunni á