Jörð - 01.08.1933, Page 157
Jörð]
HALLGERÐUR HÖSKULDSDÓTTIR
141
Bergþórshvoli, haustiö 974. — Hallgeröur er alveg ný-
komin í héraðið, nýgift Gunnari, nýorðin húsfreyja á
Hlíðarenda; er eiginkona bezta vinar Njáls og sona hans.
En hvernig eru svo viðtökurnar, sem hún í'ær hjá þess^
ari vinafjölskyldu á Bergþórshvoli? Viðtökurnar voru
þær, að Hallgerður, ein allra ættgöfugasta kona landsins,
er »hundsuð« og óvirt af Bergþóru, sem við þetta tæki-
færi kom fram líkari ráðríku kerlingarskassi heldur en
göfugri húsmóður og eiginkonu eins vitrasta mannsins
á landinu. En hitt er satt, aö Hallgerður gaf ekki gull
við grjóti og Bergþóra sótti hvorki þá né endranær gull
í greipar Hallgerðar.
í veizlu þessari voru þau Gunnar og Ilallgeröur auð-
vitað ÍLeidursgestirnir, og áttu þau aö sjálfsögðu að sitja
í heiöurssætunum. — En — hvernig hagar Bergþóra sér
þá? Hún hagar sér á þá leið, að hún fótum treöur, vit-
andi eða óafvitandi, sjálfsagða mannasiði, og sjálfsagðar
húsbændaskyldur við göfuga gesti, er komnir voru til að
sækja heimboð, ev gert var í virðingar- og vináttuskyni
við þau. — í miðri veizlunni kemur Helgi Njálsson heim
með Þórhöllu konu sína, tengdadóttur Bergþóru. Þá
gengur Bergþóra, og Þórhalla með henni, að pallinum,
þar sem Hallgerður var komin til sætis, og segir við Hall-
gerði: »Þú skalt þoka fyrir konu þessi«. — Þetta bauð
sjálf húsmóðirin heiðursgesti sínum; og við vitum,
hvernig forfeður okkar, bæði konur og karlar, tóku því,
er þeir voru óvirtir; þeir höfðu í þeim efnum sín óskrif-
uðu lög, sem ekki mátti á móti syndga; væri það gert,
þá voru vopnin á lofti.
Samkvæmt skaplyndi sínu, uppeldi og venjum, gat Hall-
gerður ekki tekið þessum löðrung þegjandi. Hún svaraði,
eins og beint lá við: »Hvergi mun ek þoka, því at engi
hornkerling vil ek vera«. — Svarið var í anda þeirra
tíma. En Hallgerður borgaði dálítið meira fyrir sig.
Bergþóra átti ekki alveg sigri að hrósa í veizlunni þeirri
örnu. — Litlu eftir þetta gekk Bergþóra að pallinum
með handlaugar. Þá tók Hallgerður hönd Bergþóru og
sagði: »Ekki er þá kostamunur með ykkur Njáli; þú