Jörð - 01.08.1933, Side 158
142 HALLGERÐUR HÖSKULDSDÓTTIR [Jörð
hefir kartnagl á hverjura fingri; en hann er skegglaus«.
Þá brigslaði Bergþóra Hallgerði um, að hún hefði látið
vega Þorvald bónda sinn; en ósannað mál var það í alla
staði. En þeirra brigslyrða vildi Hallgerður láta Gunn-
ar hefna; en hann brást reiður við og rauk úr boðinu
með Hallgeröi og heim að Hlíðarenda; voru þær Berg-
þóra þá orðnar stækir féndur og hatursmenn, og átti
Bergþóra upptökin að því öllu. Svo hefjast manndrápin
á víxl, níðkviðlingarnir og manndrápin enn á ný. — Hefi
ég aldrei getað séð, að hlutur Bergþóru hafi í öllu þessu
verið í neinu betri en hlutur Hallgerðar. Ekki kemur
mér í hug, að bera neinar brigður á þaö, að Bei-gþói’a
hafi verið mannkostakona, og víst er um það, að mikil
reyndist tryggð hennar og trúfesti að lyktum. Það sem
mestu skiftir um þessar konur, er þaö, að lánið fylgir
annari, en hinni verður allt eða flest til ógæfu. — Berg-
þóra var lánskona; hún var kona Njáls, eins vitrasta og
bezta mannsins í fornöld, og hún var móðir Skarphéð-
ins, sem sumir íslendingar hafa gert sér að þjóöhetju,
þi'átt fyrir það, að hann var í rauninni mesti óhappa-
maður, sem vann hvert ólánsverkið á fætur öðru, sér
og öðrum til megnustu ógæfu. — Seinasti þátturinn í lífi
Bergþóru hefir gert hana að þjóðardýrlingi og annað
ekki. »Gakk þú út, húsfreyja, því at ek vil þik fyrir eng-
an mun inni brenna«, sagöi Flosi. »Ek var ung gefin
Njáli, og hefi ek þvi heitið honum, at eitt skyli ganga
yfir okkur bæði«. Þetta eru ályktunarorð sögu Bergþóru,
nokkurskonar andlátsorö hennar, en með þessum sögu-
lokum friðþægði hún í vissum skilningi fyrir hinar heift-
úðugu og hatursfullu athafnir sínar, sem margar voru
allt annað en kvenlegar; hún átti sinn þátt í hinum
raunalegu leikslokum á Bergþórshvoli; en hún gat ekki
látið meira en lífið. Hún hafði aö vísu verið »svarri« um
æfina; en hún flýði ekki af hólminum að lyktum.
Nú VÍKJUM vér aftur að Hallgerði Höskuldsdóttur.
Og þá er fyrst: Hverrar ættar var hún? Faðir hennar
var Höskuldur Dalakollsson og Þorgerðar Þorsteins dótt-