Jörð - 01.08.1933, Side 159
Jörð]
HALLGERÐUR HÖSICULDSDÓTTIR
14a
ur Rauös, ólafs sonar liins hvíta; voru þeir feðgar báðir
konungar á Skotlandi, komnir af Sigurði Ormi í auga
og Ragnari Loöbrók. En kona Þorsteins Rauðs var Unn-
ur Djúpauðga, dóttir Flatnefs, Bjarnarsonar bunu,
Grímssonar hersis úr Sogni. Hallgeröur var þannig af
hinum allra ágætustu ættum, sem til þessa lands komu;
hún var á sínum tíma ein allra ættgöfugasta konan hér
á landi. — Það var engin von að kona, sem til slíkra átti
að telja, vildi þoka fyrir meðalkonu eða vera hornreka
í heimboðum. Forfeður hennar, sem verið höfðu hersar
og konungar, höfðu ekki verið vanir að láta hlut fyrir
öðrum. Og — hvert átti barninu að bregöa?
Hvernig lýsir nú Njála Hallgerði sjálfri? Þegar Hall-
gerður var barn, þá lýsir Njála henni á þessa leið: »Hón
var fríð sýnum ok mikil vexti ok hárið svá fagurt sem
silki, ok svá mikit, at þat tók ofan á belti«. — Þegar
Hallgerður var 15 vetra, þá segir Njála um hana: »Hall-
gerður vex upp, dóttir Höskulds, ok er kvenna fríðust
sýnum ok mikil vexti. Hón var fagurhár, ok svá mikit
hárit, at hón mátti hylja sik með. Hón var örlynd ok
skaphörð«. Tuttugu árum síðar, þegar hún er hálf fertug
og búin að vera tvisvar gift, þá mætir hún Gunnari Há-
mundarsyni á Alþingi; þá er henni lýst á þessa leið:
»Hón var svá búin, at hón var í rauðum kyrtli, ok var
á búningur mikill. Hárit tók ofan á bringu henni ok var
bæði mikit og fagurt«. Ekki þarf að efa, aö eins og Hall-
gerður var ein allra ættgöfugasta konan á landinu, svo
hefir hún líka verið ein allra fegursta, tígulegasta og til-
komumesta konan, sem þá var hér uppi. Allir frændur
hennar voru mestu fríðleiksmenn; svo var um Hrút, föð-
urbróður hennar, sem Njála segir, að Gunnhildur kon-
ungamóðir hafi ekki getað látið í friði, heldur samrekkt
honum í hálfan mánuð, jafnharðan og hann kom til kon-
ungshirðarinnar í Noregi; svo var ennfremur um ólaf
pá bróður hennar og Kjartan ólafsson bróðurson hennar.
Og vér verðum að muna það, að það ólgaði sama vík-
ingablóðið í hennar æðum, eins og allra forfeðra henn-
ar og frænda. — Þetta varð raunar efni til ógæfu fyrir