Jörð - 01.08.1933, Síða 161
Jöi-ð] HALLGERÐUR HÖSKULDSDÓTTIR 145
þeirra. En hjá Hallgerði er það ekki gert, hvorki af höf-
undi Njálu né seinni tíma mönnum. Fyrir svipaðar at-
hafnir eru þær taldar höfdingjar og hetjur; en Hallgeró-
ur »skass« eða »forad«. Með siðalögmál blóðhefndarinn-
ar í hjartanu og með hinar stórbrotnu lyndiseinkunnir
og skaphörku feðra sinna gengur Hallgerður út í lífið,
og henni er á hálfgerðum barnsaldri. hrundið inn á þá
braut, sem henni er þvernauðugt að ganga. Hún virðist
aldrei hafa eignazt verulegan vin alla æfi sína, nema
ef telja skyldi Þjóstólf, sem var ófyrirleitinn ofstopamað-
ur; og hún viröist ganga ein og óstudd alla sína æfi-
braut, og eins og oft er háttur geðmikilla manna, að
harðna við hverja pláguna. Hún eignast þrjá eiginmenn,
og þeir reynast henni allir illa, Gunnar á Hlíðarenda
líka. — Hún lagar sig ekki eftir þeim, og þeir laga 5ig
ekki eftir henni. Vinir Gunnars sýna henni fjandskap
þegar hún keraur í Rangárþing. Þaö voru ekkert óeðlileg
orð eftir því, sem á undan var gengið, er hún sagði við
Gunnar: »Tröll hafi þína vini«. — Þrátt fyrir rnikla
kosti, ættgöfgi og fríðleik, verður allt líf hennar ömur-
legt, gæfusnautt og gleðilomst; það verður hjá henni, sem
fleirum »annaö gæfa og annað gjör-fuleiki«. Hvernig var
ekki t. d. um hetjurnar Grettir Ásmundarson og Gísla
Súrsson?
Við skulum líta frekar á æfiferil Hallgerðar. — Hún
var fædd 940. Þegar hún er 15 vetra, þá biður hennar
Þorvaldur ósvífsson undir Felli á Meðalfellsströnd; það
heitir nú Staðarfell. — Hann hafði fátt sér til ágætis
annað en auðlegðina. Höskuldur faðir Hallgerðar rekur
hana nauðuga til að eiga þenna mann. — Þá sagði Hall-
geröur, þó ung væri, þessi viturlegu orð við föður sinn:
»Mikill er metnaður yðvarra frænda, ok er þat eigi und-
arlegt, at ek hafi nokkvarn«. — Hún fann þá, aö sér
mundi kippa í kynið, og sú varð raunin á. — Hallgerður
fer þá, nauðug þó, til bús með manni þessum. En hún er
þá barn að aldri og vizku, og húsmóðurstörfin fara henni
ekki sem bezt úr hendi; og þykir mér sem virða hefði
mátt það til vorkunar og færa á betra veg; en höt’undi
10