Jörð - 01.08.1933, Page 162
146 HALLGERÐUR HÖSKULDSDÓTTIR [Jörð
Njálu hefir fundizt annað. — Það verður búsvelta á
þessu mauraheimili; þá verður Þorvaldur illur og- ber
Hallgerði, svo að stór-sér á henni. Þá tekur Þjóstólfur
upp þykkjuna fyrir Halgerði, og vegur Þorvald.
16 ára kemur Hallgerður heim í föðurhúsin aftur, orö-
in ekkja. En áður en hún fór frá Felli, lauk hún upp
kistum sínum og gaf öllum heimilismönnum gjafir;
»Hörrmiðu þeir hana allir«*) segir Njála; en þarna kom
fram höfðingslund Hallgerðar. — Höskuldur faðir henn-
ar játaði, að þetta hefði allt farið að vonum. — Ekkert
bendir til í Njálu, og því síður sannar, að Hallgerður
hafi látið drepa Þorvald. Þjóstólfur tók það upp hjá
sjálfum sér, eins og fleira. En þegar Hallgerður kemur
austur í Rangárþing, þá fylgja henni, eða þó líklega öllu
fremur myndast þar þegar um hana þvættingssögur um,
að Halgerður hafi ráðið Þorvaldi manni sínum bana, og
að móðurfrændur hennarnorðuráHornströndum séu þeir
römmustu galdramenn, sem enginn fái yfirstigið. —•
Þessar illgjörnu þvættingssögur, Hallgerði til ósóma,
færir höfundur Njálu í letur, og óhróðurinn um Hall-
gerði rennur eins og nýmjólk eða brætt smér ofan í
hverja kynslóðina eftir aðra. — Þeir eru ekki kröfu-
harðir um sönnunargögnin og sannleikann, sem taka
þetta og fleira þessu líkt í garð Hallgerðar fyrir góða
og gilda vöru.
Þorvaldur, fyrsti maður Hallgerðar, var veginn 955.
Síðan líða 4 ár; þá biður hennar mætur maður, Glúmur,
sonur óleifs hjalta á Varmalæk í Borgarfiröi. — Þessum
manni tekur Hallgerður sjálf, og þenna mann elskar hún
og hjúslcapur þeirra fer yfirleitt vel.*) Missirinn, sem
hún var með Glúmi, eru líklega einu sólskinsblettirnir í
lífi Hallgerðar, eftir bernskuárin í föðurhúsum. En svo
kemur ólánið, sem einlægt eltir hana í einhverri mynd.
Þau hjónin deila út af Þjóstólfi. Glúmur rekur henni
kinnhest og fer síðan burt, en Hallgerður er 'eftir grát-
andi. »Hón unni honum mikit«, segir Njála, »mátti eigi
ífjAuftkennt af ritstj,