Jörð - 01.08.1933, Síða 163
Jörð] HALLGERÐUR HÖSKULDSDÓTTIR 147
stilla sik ok grét hástöfum«. — Þá kemur Þjóstólfur enn
tiJ sögunnar; en Hallgerður biður hann að láta þetta mál
afskiftalaust. — En Þjóstólfur fer sínu fram og vegur
Glúm. En þá sendir Hallgei'ður Þjóstólf í dauðann. —
Á. þessum sorglegu atburðum virðist Hallgerður enga sök
eiga; var það satt, sem Höskuldur sagði við Þórarinn,
bróður Glúms, enda kannaðist Þórarinn drengilega við
það: »Eigi drap ek bróður þinn, ok eigi réð dóttir mín
honum bana«. — Vorið eftir virðist Hallgerður hafa far-
íð að Laugarnesi, en ekki heim til föður síns.
Geta má nærri, að ekki hafa þessir atburðir í lífi Hall-
gerðar haft bætandi eða mýkjandi áhrif á lundarfar
hennar og skapsmuni. Eina dóttur eignaðist Hallgeröur
með Glúmi, hét hún Þorgerður; hún var fædd 960 og
ólst upp hjá móður sinni. Fara nú engar sögur af Hall-
gerði, þangaö til mærin er um það bil 14 vetra, sumarið
974.
ÞÁ HEFST nýr og um leið viðburöaríkasti kaflinn í
lífi Hallgerðar.
Það sumar kemur Gunnar Hámundarson á Hlíðarenda
úr utanför sinni, og það snemma, að hann ríður til þings.
Gunnar hefir farið hina mestu frægðarför, hlotið bæði
fé og frama, og er manna glæsilegastur í allri fram-
göngu. — Hallgerður er líka á þessu þingi, og auðséð,
að hún hefir verið engu óglæsilegri en Gunnar. Hún er
þá hálf fertug, en hann er þrítugur; hafa þau að líkind-
um verið allra glæsilegasta »parið«, er þá var á Alþingi.
— Einn daginn hittast þau af hendingu, og var það ör-
lagarík stund í lífi þeirra beggja. Njála lýsir þeim báö-
um rækilega að þessu sinni og segir ljóslega frá fundi
Þeirra. Gunnar verður þegar ástfanginn í Hallgeroi og
mælir þegar til samfara við hana. En hún er það hrein-
skilin, að hún fremur varar Gunnar við, að leggja hug
á hana. »Er þat ekki margra at hætta á þat«, segir hún;
mannvönd kveðst hún líka vera; en að öðru leyti vísar
hún þessum málum til föður síns; það er síður en svo,
10*