Jörð - 01.08.1933, Page 164
148
HALLGERÐUR IIÖSKULDSDÓTTIR
[Jöi'h
að hún trodi sér upp á Gunnar, oy hún er hreinskiiin i
öllum svörum sínum við Gunnar*. En Gunnar lét ekki
letjast. Hann gekk þegar til búöar Dalamanna; hittir
hann þar þegar bræðurna Hrút og Höskuld og ber þegar
upp bónoröiö. Þeir bræöur eru jafn hreinlyndir og segja
Gunnari ófregit bæöi kost og löst á Hallgerði. Verður
það samt úr, aö Gunnar fastnar sér Hallgerði og skal
boð vera að Hlíðarenda. Þegar af þingi kemur, segir
Gunnar Njáli vini sínum af þessum fyrirhugaöa ráða-
hag; en Njáll verður fár við og spáir Gunnari og vinum
hans mestu hrakspám af völdum Hallgerðar. En auðvit-
að verða orð Njáls til að veikja elsku og traust Guimars
á konuefni hans og læða inn í huga hans þeirri hugsun,
að eins megi búast við, að líklega sé nú konuefnið allra
mesti gallagripur, þrátt fyrir töfravald fríðleikans. Njála
ber þess engan vott, að Gunnar hafi reynzt Hallgerði
góður eiginmaður. Þvert á móti; við hvert einasta tæki-
færi gengur hann í flokk andstæöinga hennar.
Eftir brúðkaupsveizluna á Hlíðarenda tekur Hallgerð-
ur við búsforráöum á Iilíöarenda; segir Njála, að hún
hafi verið »fengsöm ok atkvæðamikik. Sagan mundi ekki
draga fjöður yfir það, ef húsmóðurstörfin hefðu farið
Hallgerði illa úr hendi.
Þegar Hallgerður er komin austur í Rangárþing, þá er
í einu orði að segja eins og allir snúist á móti henni.
Rannveig Sigrmmdsdóttir, móðir Gunnars, er henni frá
upphafi afar þung í skauti; þær eru auövitað of lyndis-
líkar til þess, að þeim geti lynt saman. Kjaftalcerlingar
héraðsins gera sér þegar mikinn mat úr þessari nýkomnu
konu; hún var hvalreki á þeirra fjöru.
Svo kemur þetta óheilla heimboð á Bergþórshvoli, og
par brýtur Bergþóra á Hallgeröi allar sjálfsagðar kurt-
eisisreglur, og sjálfsagða mannasiði þátíðarinnar, eins
og ég benti á í upphafi. — Þær verða upp úr því grimm-
ustu óvinir, og átti Bergþóra á því alla sölcina, en Hali-
gerður eltki. En hún var svo skapi farin, að hún vildi
*) Auðkennt af ritstj.