Jörð - 01.08.1933, Side 165
Jörð]
HALLGERÐUK HÖSIÍULDSDÓTTIK
149
ekki vera hornkerling eða hornreka fyrir neinum; en svo
var um flest stórmenni í fornöld, og sæta þau venjulega
engum lastmælum fyrir. Hví má ekki Hallgerður koma
fyrir hinn sama dóm?
Það er fljótt yfir sögu aö fara, að þegar Hallgerður
er komin austur í Rangárþing, þá er hún ein á móti ölL-
um, og hún er hvergi lirædd. Báðir mennirnir, sem hún
átti áður, höfðu barið hana; Gunnar gerði það lika. En
skapsmunir Hallgerðar, eins stórbrotinnar konu, hlutu
að æsast við alla þessa baráttu, sem hörðust var austur
í Rangárþingi. — Njáll spáði þegar illgjörnum hrak-
spám í garð Hallgerðar; hún myndi austur þar miklu
illu af staö koma. En Njáll spáði engu um hitt, aö Berg-
þóra, hans eigin kona, mundi verða upphafsmaðurinn að
Hjaðningavígunum miklu, milli Bergþórshvols og Hlíð-
arenda, sem hann þóttist sjá í anda bak viö skuggatjöld
framtíðarinnar; ef hann hefir þá nokkru sinni um nokk-
uð af þessu spáð.
Það er sem sé auðsjáanlegt, aö margt af spádómum
Njáls í Njálu er ekkert annaö en þjóðsagnir, sem mynd-
ast hafa þar austur frá eftir daga Njáls, eða eru tilbún-
ingur af söguritaranum sjálfum, Njáli til lofs og dýrð-
ar. En höfundur Njálu er í mínum augum hlutdrægari
en söguritara er leyfilegt að vera, og er það mikill galli
á eins merkilegri bók eins og Njála er. En hún verður
að þola það, að hún sé gagnrýnd, sem hver önnur saga.
Framsetning og málfar Njálu er afbragð; fyrir þaö er
hún bókmenntagimsteinn; en sagan sjálf er með götum
og glompum, og það svo, að sumt er lítt skiljanlegt Hefir
því fyrir löngu myndast sú skoðun, að Njála sé sam-
steypa tveggja sagna og vanti þó inn í frumorsakirnar
að sumum viöburðunum.
ÞAÐ eru þrjú atriði í Njálu, og í rauninni fjögur þó,
sem einkum eiga að vera Hallgerði til megnrar óvirðing-
ar; og hafa síðari tíma menn snúizt yfir höfuð á þá
sömu sveifina. Það er frásagan um þjófsaugun í Hall-
gerði á barnsaldri, frásagan um bogastrenginn, og frá-