Jörð - 01.08.1933, Side 166
150 HALLGERÐUR HÖSKULDSDÓTTIR LJöi’ö
sagan um ránið eða stuldinn í Kirkjubæ, og að síðustu
frásagan um gerningaveðrið á Hornströndum. Um þessi
atriði er það að segja, að ég tel ekki minnsta vafa á því,
að tvö þau fyrstu, um þjófsaugun og bogastrenginn og
alveg eins og gerningaveðrið, séu þjóðsagnir, sem mynd-
ast hafi eftir daga Gunnars og Hallgerðar austur í Rang-
árþingi. — Það líður sem sé öld eftir öld frá því aö at-
burðirnir í Njálu gerast, og þangað til að sagan er færð
í letur. Þenna langa tíma lifir sagan einungis í hugum
og á tungum sagnfróðra manna þar austur frá. Sumir
auka við í frásögunni, en aðrir fella niður; einn hagar
frásögninni á þessa leið og annar hina. Allskonar þjóðar-
skáldskapur myndast utan um hina gömlu viðburði og
þeim til uppfyllingar; einn dáir þessa söguhetjuna og
annar hina. Loks eftir 2 til 3 aldir fer sagan í deiglu
söguritarans, og þá er sagan máske í mörgum greinum
orðin mikið breytt frá því, sem var í upphafi.
Sitthvað í íslendingasögunum er því ekki annað en
skáldskapur, fyrir sitt leyti eins og þjóðsögurnar okkar
nú á tímum. En þetta eigum við að reyna að sálda með
skynsamlegu mannviti og greina hismið frá kjarmmum.
Við skulum líta á söguna um þjófsaugun í Hallgerði.
Höskuldur faðir Hallgerðar og Hrútur eru bræður.
Hrútur er vitur maður og stilltur mjög. Höskuldur ber
öll sín vandamál undir Hrút og Hrútur gerir allt Hösk-
uldi til sæmdar, er varkár í orðum, vitur og góðgjarn í
tillögum. Nú er vinaboð hjá Höskuldi; Hrúti er boðiö
sem bróður og bezta vini. Hallgerður er þá barn aö aldri,
en forkunnarfríð og fögur, og Höskuldur ann henni hug-
ástum. í veizluskálanum er hún að leika sér með öðrum
börnum. Höskuldur kallar á telpuna, tekur undir höku
henni og kyssir hana. Svo segir hann við bróður sinn:
»Hversu lízt þér á mey þessa; þykki þér eigi fögur
vera?« Þá lætur sagan Hrút svara: »Ærit fögur er mær
sjá, ok munu margir þess gjalda. En hitt veit ek eigi,
hvaðan þjófsaugu eru komin í ættir várar«. Eg staðhæfi,
að Hrútur hafi aldrei talað þessi orð; hann gat það ekki,
gat ekki hafa gert þau veizluspjöll og þann óvinafagnað