Jörð - 01.08.1933, Side 168
152 HALLGERÐUR HÖSKULDSDÓTTIR [Jörð
sóttan, meðan ek kem boganum við«. »Þá skal ek nú«,
segir hón, »muna þér kinnhestinn, ok hirði ek aldrei,
hvárt þú ver þig lengur eða skemur«. — Svona er saga
Njálu um bogastrenginn, og það þarf ekki að leggjast
djúpt til að sjá það, að þetta er allt skáldskapur og þjóð-
saga frá upphafi til enda og rneira að segja lélegur skáld-
skapur. — Það er þá fyrst, að orðin, sem Gunnar er lát-
inn segja, eru vitleysa. Sagan sjálf sýnir, að Gunnar er
á þessari stundu hættur að koma boganum við; óvinir
hans teknir að bera vopn á hann. Bogavörnin er þrotin
um leið og návígið byrjaði. Þaö er annað, að þegar marg-
ir tugir hraustra og grimmra óvina sækja að Gunnari í
grimmum vígahug, þá hefir hann líklega annaö að gera
en setjast niður í þaklausri skálatóþtinni og fara að
dúlta við að snúa saman bogasti'eng úr hárfléttum Iiall-
gerðar, halda sjálfur í annan endann, og láta Hallgerði
og móður sína snúa upp á hinn endann með fingrunum.
Það er eins og höfundur Njálu hafi hugsaö sér, að óvin-
ir Gunnars myndu setjast í makindum á þúfurnar í
Hlíðarendatúninu, snýta sér og ræskja sig, meðan Gunn-
ar og kvenfólkiö væri að snúa saman bogastrenginn, til
þess að hann gæti vegið þá meö boganum á eftir. —
Nei! Þetta er skáldskapur, og hann afar lélegur!
Og svo er það þriöja. Það hefir verið rannsakað, frá
sjónarmiði verulegrar þekkingar hvort mögulegt væri að
snúa streng á þátíðar hernaðarboga úr konu hári og nið-
urstaðan var sú, aö það væri og hefði veriö ómögulegt.
Konuhár bæði of stutt og ekki nógu sterkt.
öll þessi saga um bogastrenginn er skáldskapur, tilbú-
inn til þess að ófrægja Hallgerði og einkum þó til að
gera Hallgeröi seka um ósigur og dauða Gunnars.
Þá er aö minnast með fám orðum á ránid eða stvidinn
í Kirkjubæ. Eg tel það tiltæki enganveginn lofsvert, en
ekki er það lakara en margt annað, sem framið var á
víkingaöldinni og Sturlungaöldinni hér á landi.
Njála leggur stund á að kalla þetta óhappatiltæki stuld
eða þjófnað. En svo hefir það að líkindum ekki verið
fyrir hugskotssjónum Hallgerðar. — Fornmenn gerðu.