Jörð - 01.08.1933, Page 169
Jörð]
HALLGERÐUR HÖSKULDSDÓTTIR
153
sem kunnugt er, mun á stuléwm og ránum. Fyrir Hall-
geröi hefir þetta efalaust verið rún, en ekki stuldur. For-
feður hennar og frændur höfðu verið víkingar mann
fram af manni, sem vógu menn, gerðu strandhögg og
brenndu byggðir. Þetta var á þeim tímum stórhöfðingja
siður. Þetta hafði Hallgerður heyrt talað um og vegsam-
aö frá barnæsku; það var engin minnkun, að taka sér
til fyrirmyndar menn eins og Þorstein Rauð, ólaf hvíta,
Ketil Flatnef og aðra slíka. Hallgerður var afspringur
þessara manna, með sama blóð í æðum, og sömu lundar-
einkenni. Var þá nokkuð undarlegt, þótt hún einhvern-
tíma á æfinni réðist í, að taka hlutina með rétti þess
sterka; það var gamalt og gott siðalögmál þeirrar aldar.
Svo er það eitt sumar, að Gunnar ríður á þing að vanda.
Með honum til baka er von á ýmsum stórbændum lengra
að austan. Hallgerður man, að litlar matarbirgðir eru til
á Hlíðarenda til að taka á móti fjölmenni; það hafði ver-
ið lítið í búri og heygarði á Hlíðarenda fyrr en í þetta
sinn. Nú vissi Hallgerður að hjá þessum búrakarii i
Kirkjubæ var nógur matur og þá tekur hún þetta ó-
happaráð, að senda Melkólf þræl til að ræna mat úr úti
búri og brenna það síðan. Hún var það stór í lund, að
hún hefir ekki talið það stórt í ráðizt að láta greipar
sópa um fáeina osta og nokkra smérpinkla. Auðvitað var
þetta tiltæki bæði ill og salcnæm athöfn; enda Hallgeröur
fengið fyrir hana margan þungan dóminn. — En — mér
finnst Hallgerður hafa margar og miklar málsbætur, sem
á ber að líta, þegar hún er fyrir þetta dæmd. Það má
ekki leggja að öllu leyti nútíöarmælikvarða á menn og
mál fyrir nær 1000 árum síðan.
Hefði Hallgerður verið karl en ekki kona, þá hefði
hún orðið ein af stórhetjum sögualdarinnar og líklega
hlotið mikið hrós; nú var hún kona, en með harða karl-
mannslund, og því hefir hún fengið sinn þunga dóm í
sögu þjóðarinnar.
EFTIR dauða Gunnars má segja, að Hallgerður hverfi
úr sögunni. Iiún er þá orðin fimmtug að aldri og búin