Jörð - 01.08.1933, Page 170
164 HALLGERÐUR HÖSKULDSDÓTTIR [Jörð
að reyna mikið. Hún fór þá út að Grjótá í Fljótshlíð til
Þráins Sigíussonar og Þorgerðar Glúmsdóttur, dóttur
sinnar. Er hún nefnd í Njálu þegar Njálssynir koma að
Grjótá til að leita bóta hjá Þráni fyrir hrakningana frá
hendi Hákonar jarls út af Hrappi. Eftir þetta fellur al-
gert myrkur yfir æfiferil Hallgerðar; um æfilok henn-
ar vitum vér ekkert, hvorki hvar eða hvenær hún dó.
Varla verður annað sagt, en að Njála sé hlutdræg f
garð Hallgerðar og beri henni illa söguna frá upphafi
til enda. í mínum augum verður niðurstaðan þessi: Hall-
gerður er ein allra ættgöfugasta konan á islandi á sinni
tíð, og hún er í æsku, og iíklegast lengst af æfinnar, ein
allra fríðasta og fagrasta kona á íslandi; jafnvel Njála
verður að játa þetta. — En hún er ákaflega stórlynd og
kann ekki aö vægja. Hún er grimm og heiftúðug og end-
urgeldur í fyllsta mæli allar mótgerðir; en að þessu leyti
er hún barn sinnar tíðar, og á þaö verður að líta; svo
var og um Bergþóru o. fl.
Hallgerður er jafn skilgetið barn víkingaaldarinnar
og sjálfur víkingahöfðinginn Egill Skallagrímsson, sem
lifði samtímis henni og var tengdafaðir ólafs pá bróður
hennar.
Að því er snertir stórlyndi og geðhörku þá á Hallgerð-
ur sæti viö hliðina á Bergþóru, Iiildigunni, Þorgerði
Egilsdóttur, Guðrúnu ósvífsdóttur o. fl.
En Hallgerði snýst margt til mæðu. Fimmtán ára
gömul er ún rekin til að giftast nauðug; þrjá eignast
hún mennina og allir mennirnir reynast henni illa og
berja hana. Henni er þegar ger svívirðing þegar hún
kemu raustur í Rangárþing, og henni er þegar spáð ill-
kynjuðum hrakspám, jafnvel áður en hún stígur þar
fótum. Og öll hin lifandi fréttablöð héraðsins, sem sé
kjaftakerlingarnar, ófrægja hana á allar lundir. Hún
lendir af völdum Bergþóru í heiftarfullri óvináttu við
lang-merkustu fjölskylduna í byggðarlaginu af því að
hún er of fyrirferðarmikil til þess, að Bergþóra geti
bögglað henni saman og setzt ofan á hana; og sóknin og
vörnin frá hendi Hallgerðar er svo hörð, að Njáll og