Jörð - 01.08.1933, Page 171
Jör6]
HALLGERÐUR HÖSKULDSDÓTTIR
155
Bergþóra, Skarphéðinn, Helgi, Grímur og Kári Sölmund-
arson gera ekki betur en lafa í að andæfa á hitt borðið
á móti henni einni, og seinast stendur hún yfir höfuð-
svörðum allra óvina sinna. Og í öllum þessum hjaðninga-
vígum stendur hún einlægt alein og óstudd af öllurn.
Hún beidist aldrei íriðar, flýr aldrei af hólminnm og
auðmýkir sig aldrei. — Finnst ykkur nú ekki, háttvirtu
tilheyrendur, að það sé meiri en lítill svipur yfir þess-
ari konu? Er Hallgerður ekki að manndómi, stórlyndi og
hreystibragði ein af stórskornustu persónunum, sem birt-
ast á sjónarsviöi hinnar íslenzku sagnaritunar ? Og finnst
ekki nútíðarkonum, að tími sé til kominn að unna þess-
ari konu einhverrar uppreisnar og réttlátari dóma en
tíðast hefir verið, eftir að hún er búin að liggja í mold-
inni í meira en 900 ár.
FRAMANSKRÁÐA ritgerð hefir síra ólafur ólafsson góðfús-
legast látið »Jörð« í té eftir tilmælum vorum. Vottast honum hér-
með alúðarþakkir. Ritstj.
Maðurinn er Sólar sonur. Hann á að vera * og veröur
• andlegt lýsi-gull og leiðar-ljós • œskumanna, þegar ald-
ur fœrist yfir heildar-manninn, mannkyn.
*
Menntun er að vera * góður maður, sem vinnur að al-
mennings-heill, er tœkifœri gefst.
*
Maðurinn á að vera œðri og bjartari ljósgjafi • en
kol • eða þá vatnsfall, sem hvort um sig getur gefið
geislandi skin, ef vit og nenníng manna leyfir það.
*
Tilveran er þrotlaus uppsprettu-lind, þrúngin af ljós-
um sem leyndum • dásemdum og dular-öflum. Fyrirhug-
un Alfööur er, aö mannsandinn verði máttar-viöur • í
veldi því, sem alveran er.
0. B. V.-H.