Jörð - 01.08.1933, Side 174
158
ÞEGAR VITMENN TALA
[Jörð
Því dýpst í djúpi sálar er hugsun helguð þér.
Þú gefur veikum vilja og vit, til að óska sér.
Hver bæn er bergmál af einni tilfinningu og trú.
Allt lofsyngur lífið, og lífið ert þú,
Þú mikli, eilífi andi«. o. s. frv.
Einmitt á þessum tímum, þá er bókmenntir vorar ger-
ast mjög marglitar, og litirnir reynast ekki allir sem
áhrifahollastir, myndi það vera vel viðeigandi að gefa
gaum að því, sem Daniel Webster*) segir um þetta efni.
»Ef uppbyggilegum bókum verður ekki stráð hvar-
vetna meðal lýðs þessa lands, og þjóðin verður ekki trú-
rækin, þá veit ég ekki, hvað verður af oss sem þjóð; sú
hugsun verðskuldar alvai’legustu yfirvegun frá hverjum
einasta lieilhuga föðurlandsvini. Ef sannleikurinn blómg-
ast ekki á meðal vor, þá mun villan þrífast þar. Hafi
menn ekki þekkingu á Guði og orði hans, og veiti því ekki
viðtöku, þá mun djöfullinn og verk hans halda velli. Ef
bækur þær, er flytja gleðiboðskapinn, ná ekki hverju ein-
asta smáþorpi, þá munu vond og spillandi rit finna veg-
inn þangað. Ef kraftur fagnaðarerindisins streymir ekki
um hverja æð þjóðfélagsins, um landið þvert og endi-
langt, mun óstjórn, stjórnleysi, hnignun og eymd, sið-
spilling og andlegt myrkur ríkja viðstöðulaust«.
Þessi orð hins fræga manns eru vel athugunarverð í
sambandi við blaðamennsku, bókaútgáfu, stjórnmál og
félagslíf vorra tíma.
Bernard Shaw,**) heimsfræga skáldið og sósíalista-
leiðtoginn, segir: »Ég skal kannast við það, að eftir að
hafa kynnt mér heiminn og mannkynið nú í nálega sex-
tíu ár, þá sé ég engan annan veg út úr eymdar ástandinu
en þann, sem Kristur hefir bent á......... Án trúar er ó-
mögulegt að stjórna heiminum«, og fleiri falleg orð segir
þessi þekkti maður á sama stað. Á öðrum stað kemst hann
*) Frægur amerískur stjórnmálamaður á 19. öld; vann merkilegt
starf að afnámi þrælahaldsins þar 1 landi.
**) Frb. sjoo,