Jörð - 01.08.1933, Page 179
Jörð]
SKÓLASKÝRSLUR
163
samt hver á heldur. Eða til hvers er t. d. allur þessi reikn-
ingur. Það skal samt tekið skýrt fram, að langt er frá að
Eiðaskóli hafi neina sérstöðu hér á landi um kákið.
Annað atriði, sem vjer hjuggum eftir, alveg and-
stætt hinu, eru fyrirlestrarnir, sem fluttir voru af kenn-
urum skólans um ýmisleg efni og miðsvetrarnámsskeið-
ið, sem er víst frumlegt tillag Eiðaskólans til skóla-
lífsins hér í landinu. Námsskeið þetta stendur yfir
í þrjá daga og er fyrir hvern sem vill. Sóttu það að þessu
sinni á 3. hundrað manns, hlýddu á erindi, ræddu hugðar-
efni og -áhyggju, skröfuðu saman og skemmtu sjer.
Framtið Eiðaskóla var aðal-umræðuefnið.
Svo virðist sem skólinn sé eitthvað afskiftur móts við
héraðsskólana hina; og er vitanlega alveg fráleitt að gera
neitt ver við aðalskóla Austfirðinga en aðra sambærilega
skóla. Hitt er kannske annað mál, að skólinn sé ekki vel í
sveit settur. Þá er að taka rögg á sig og flytja hann til
fegurri staðar, veðursælli og haganlegri, að sínu leyti
líkt og þegar Hvítárbakkaskólinn var fluttur að Reyk-
holti (þó að reyndar sé þar ekki fegurðinni fyrir að
fara). í slíkum málum sem þessum vei’ður að hugsa langt
eftir því sem hægt er. Annars vegar er þá ekki að horfa
í stundarkostnað. Vel skal vanda það, er lengi á að standa.
Hins vegar er spurningin: Er ekki rétt að láta Eiðaskóla
lifa — ef hægt er------með það fyrir augum að stofna á
sínum tíma við hlið honum meiri skóla á betri stað aust-
anlands? En þá verður líka að láta að eðlilegum óskum
um betri viðurgerning af ríkisins hálfu. — Eftirtektar-
verð frásögn er þetta (á bls. 21—22): »Sú nýbreytni var
tekin upp síðastliðið haust, að skylda alla til að vera úti,
ákveðinn tima á dag. Þótt eigi væri eindregin ánægja með
útivistina fyrst í stað, kom svo brátt, að menn sannfærð-
ust um, að hún væri þeim holl...... Mátti svo heita, að
aldrei yrði manni misdægurt allan veturinn...«.*) —Nem-
*) Leturbreyting' vor.
Ritstj.
11*