Jörð - 01.08.1933, Page 183
Jörð] HINN ALMENNI MENNTASKÓLI 167
Mannkynib. Á síðustu árum ei* það orðið bersýnilegt
svo að segja öllum, að heill hverrar þjóðar verður ekki til
lengdr aðgreind frá heill mannkynsins yfirleitt. Menntað-
u)- maður (í hinni eðlilegu merkingu, er vér leggjum í
það orð) hlýtur líka að finna til undantekningarlausrar
mannúðar.
Trúfélag er samtök manna, út fyrir tvímenning og
heimili, um hina innilegustu, einlægustu viðurtekt áhrifa,
er verka ræktandi á anda mannsins, hið dýpsta í mannin-
um, er mestu orkar um giftu hans í lífinu, mestu ræður
um, hvað hann leggur sig fram í hvaða atriði félagslífs-
ins sem er.
ÞEGAR svo skal leitast við að gera sér grein fyrir,
hvað í því felst að vera menntaður maður, sannur maður,
i fullum eðlisþrótti, samræmur jafnt þörfunum, er um-
lykja hann, og tækifærunum, — þá verður að hafa sífellt
tillit til hinna áðurgreindu þátta félagslífsins.
örlagaþrungnast alls í fari manns er afstaða hans til
sannleikans og lífsins. Ef að letra skyldi ein og sömu
einkunnarorð yfir dyr hvers almenns menntaskóla, þá
þykir mér sem torfundin yrðu betri orð en:
Vegurinn — er sannleikurinn og lífi’ö. *)
í öllum atriðum félagslífsins mun það skera úr um
giftu og ógiftu, hvort maðurinn í því og því atriðinu
treystir sannleikanum og lífinu. Glöggt dæmi, og þó ekki
nema dæmi, um hve mikið vantar á, að þess háttar traust
nái svo langt sem skyldi, er hin almenna pukurslega af-
staða gagnvart freyju.
Áhrifaríkast til að ala upp í manni hollustu gagnvart
sannleikanum og lífinu, er að koma honum í félagsskap
við lifandi persónuleika, sem hefir þá hollustu til að bera.
Þess háttar mönnum þarf hver almennur menntaskóli um
fram allt að eiga á að skipa. f því efni vitum vér og ekki
*) Sbr. að öðru leyti erindið: »Framtíð Kirkjunnar« fremst í hefti
þessu,