Jörð - 01.08.1933, Side 184
168 HINN ALMENNI MENNTASKÓLI [Jörð
til, að neinn jafnist á við Jesú Krist; sú mun og játning
flestra. Við hann má þess konar samfélag eiga sér stað í
trúnni, sem svo er nefnt; er það að sumu leyti að rekja
til þess, að persónuleg áhrif geta vitanlega borizt um
bækur — í þessu sambandi guðspjöllin; í öðru lagi til trú-
arinnar á lifandi nálægð hans sem drottins; í þriðja lagí
til þess, er hætt er á og nennt að láta traustið á honum
koma fram í athöfnum og afstöðu eftir tilefnum lífsins;
í fjórða lagi til kunnugleikans á reynslu annara af hon-
um.
Hollusta við sannleikann og lífið leiðir af sjálfu sér til
einurðar, hreinskilni, frjálsmannleika, einlægni, innileika,
hugrekkis, þols, hófsemi, bindindissemi. Hollusta við lífið
og hollusta við sannleikann er í hinnstu rökum sínum, ef
að svo mætti segja, eitt og hið sama: heilyndið, sem Arn-
ór Sigurjónsson talar um í ritgerðinni »Arfur norrænnar
heiðni«.*) Heilyndið er vegurinn til heilla enn sem forð-
um. JesúsKristurerheilyndið»holdiklætt«. Á hinni áþreif-
anlegu hugsjón hans skyldi þvi hver almennur mennta-
skóli byggður. Sé einhver feiminn við það, þá getum vér
ekki að því gert, að vér berum ekki fullt traust til heil-
inda þess hins sama.
Einhver einfaldasta afleiðing heilyndis er hollusta við
heilbrigði sína til líkams og sálar. Almennt talað stendur
maður þeim mun betur að vígi um að inna af hendi hvers-
konar hlutverk sín í lífinu því hraustari, sem hann er.
Enn er það meðal einföldustu afleiðinga heilyndis að
vera trúr kynferði sínu. Karlmennska og kvenleiki eiga
sér heiðurssess í fari sannra drengja.
Enn er smeklcvisi og fegurðarskyn meðal einfaldra og
meira háttar afleiðinga heilyndis. Hvað hið síðara snertir,
þá má t. d. benda á, að hvikul, duttlungasöm tíska ræður
nú orðið æ meir um skoðanir almennings um það, hvað sé
fagurt og hvað ekki. Þetta er böl. Fegurð er álíka óhagg-
anleg og hið góða. Það er því ekki heilbrigt, að fegurðar-
skyn þjóðarinnar sé á sífelldu reiki, fremur en hitt að
*) Sbr. »Jörð« II.