Jörð - 01.08.1933, Page 185
HINN ALMENNI MENNTASKÓLI
lti9
Jörð]
samvizkan sé það. »Hið góða, hið fagra og hið full-
komna«, er, að kenningu Páls postula í Róm. 12., skil-
greiningin á vilja Guðs, hinum óumbreytanlega. Fegurð-
arskyn á því að vísu að þroskast og breytast að því leyti,
en alls ekki að vera á sífelldu hringli af duttlungasemi.
Gætum vér trúað, að þjóð vor sé að því er snertir sjálf-
stæði í þessum efnum fremur en í mörgu öðru eftirbát-
ur annara siðaðra þjóða.
I nánu sambandi við heilyndi er enn fremur það að
fylgjast með tímanuvi af alhuga; vera sem allranæst
vaxtarbroddum þjóðlífs, menningar, trúar.
Ekki er það síður tilheyrandi heilyndi að láta ekki
kippast eða blásast burt úr þeim jarðvegi, sem maður
er sprottinn upp úr. Sannur maður er þess vegna m. a.
þjóðlegur. — Sameining hinna tveggja síðasttöldu eðlis-
kosta er snjallt og trúverðuglega sett fram af Páli post-
ula í orðunum: »Slökkvið ekki andann; reynið allt og
haldið því, sem gott er«.
Ennhlýturþaðaðleiða af heilyndi að hafa starfsmanns-
metnað til að bera — þann metnað að vilja leysa allt
sem bezt af hendi og ætlast til svipaös af öðrum; vera
ævinlega opinn og leitandi og trúr gagnvart meiri upp-
lýsingu, enda taka vel leiðbeiningum.
FélagslyncLi í beztu merkingu og víðtækri hlýtur að
leiða af hollustu við líf og sannleika. »Berið hver ann-
ars byrðar og uppfyllið þannig lögmál Ivrists«.
Sjálfsagt mætti ýmislegt fleira telja fram í þessu sam-
bandi með álíka rétti og það, sem nú hefir verið nefnt,
en hér skal þó staðar numið að sinni, og snúið sér beint
að uppástungum um námsgreinar.
1. Eðlisrækt.
A. Almenn heilsufræði af núlegri eðlisræktarstefnu.
Leitazt við að innræta nemöndunum sem heilnæmastar
lífsvenjur í hvívetna, jafnt almennt sem miðaðar við
sérstakar þarfir hvers eins. Sálræn og andleg sjónarmið
jafnframt líkamlegum; aðferöir í því sambandi.
B. Flokkaæfingar, og þá einkum útileikar; sund; dans.