Jörð - 01.08.1933, Síða 187
Jörð]
HINN ALMENNI MENNTASKÓLI
171
8. Trúarbrögð.
A. Sögulegt yfirlit um helztu trúarbrögð mannkyns-
ins; lesin hin helztu helgirit þeirra, sem aðgengileg eru.
B. Sérstaklega lesnir kaflar úr Nýja Testamentinu.
C. Trúar heimspeki frá sjónarmiði raunhyggju og nú-
tímaþekkingar.
9. Ástir1) o. fl. Tvímenningur, heimilislíf, félagsskap-
ur frjáls og bundinn, samkvæmislíf, þegnskyldur, rækt-
arsemi, kurteisi o. fl.
10. Útsýn yfir nútimalíf mannkynsins, einkum þess, er
í fararbroddi virðist eða »typískt« um nútimann. Leitast
við að ná sem lífrænustu sambandi við raunverulega
vaxtarbrodda.
11. Landafrædi (og stjörnufræði). Nemendur lesi laus-
lega stóra bók (sem að vísu er ósamin enn), með alþýð-
legum lýsingum nokkurra landa, héraða og hafa, sem
eru sérstaklega hæfar til að koma inn hjá nemöndunum
skilningi á helztu (»typískum«) atriðum landfræðislegr-
ar náttúru- og yfirlitsþekkingu á »týpísku« þjóðlifi
(»eþnógrafískt«). Jafnframt rýni nemendur í landabréf
Lil þess að sjá útbreiðslu hvers atriðis. Enn fremur veitt
stutt yfirlit í eðlisfræðislegri landafræði og stjörnufræði.
12. Náttúrufrædi. Leitast við að glæöa skilning á allri
nálægri náttúru og almennt notuðum vélum, verkfærum
og efnum.
13. Mannkynssaga. Yfirlit veitt um helztu strauma og
einkum tímamót. Áherzla lögð á einkalíf helztu skörunga
í því sambandi (ævisögur).
14. Erlendar bókmenntir, sígildar og núlegar, þýddar
og á frummálunum eftir atvikum. Lesin kynstur.
15. Myndmenntun. Munnlegt og verklegt nám. Hið
verklega fari þannig fram, að nemendur skoði í næði,
eða saman, með kennara og án, auðugt safn af góöum
eftirmyndum, sem skólinn ætti.
16. Stærðfræði, reikningur og einfalt bókhald.
17. Tungumál.
B Sbr. greinina »Ástir« í »Jörð« I, 1.