Jörð - 01.08.1933, Page 188
172
HINN ALMENNI MENNTASKÓLl
[ J örð
HÉR er nú kominn fjöldi námsgreina og má gera ráð
fyrir að flestum yrði drýgst að skilja ýmsar þeirra und-
an. Skyldugreinar yrðu þó þær, er miða beint að mennt-
un: eðlisrækt, matreiðsla, þjóðleg fræði, trúarbragða-
fræði, ástafræði, útsýn yfir nútímalíf mannkynsins,
myndlist, söngur. Gera má ráð fyrir að flestir slepptu
t. d. stærðfræði (sér að meinalausu) og kynnu nægilegt 1
reikningi, er þeir kæmu í skólann.
Annars má komast yfir óhemjumikla yfirferð í nám-
inu móti því, sem tíðkast hefir í skólum, með því að taka
upp allt aðra námsaðferð og eðlilegri: 1) Spara sér allar
yfirheyrslur, sem mestur tími flestra skóla hefir farið
í. Allur tíminn færi í námið sjálft. 2) Lesa á sama hátt
og hver maður með heilbrigða skynsemi les alla ævina
þegar hann er ekki í skóla: nfl. með athygli en alls ekki
með það fyrir augum að læra hið lesna. Þá verður at-
hyglin skiljanlega margfalt meiri — og ánægjan — og
næmið — jafnframt — og þar með hin varanlegu not.
Allt þetta þeim mun fremur, sem hér yrði væntanlega
um svo miklu eðlilegri, lífrænni viðfangsefni að ræöa,
að varla væri saman berandi.
í stað yfirheyrslustunda kæmu viðtalsstundir og mál-
fundir, þar sem nemendur ræddu málefnin með aðstoð
kennara. Ennfremur myndu nem.að glöggva þaufyrirscr
með ritgerðum, sem gagnrýndar yrðu af nem. sjálfum
með aðstoð kennara. Fyrirlestra héldi bæði nemendur og
kennarar. Miklum tíma yrði varið til útiveru. Próf yrðu
engin. Aftur á móti fengju menn skírteini frá skólanum
að lokinni skólavist, þar sem kennarar lýstu áliti sínu
á árangri skólaverunnar með sérstöku tilliti til ritgerð-
anna. Skylduvistin í skólanum ætti að vera 2—3 ár.
ílins vegar ætti endilega að gefa áhugamönnum kost á
lengri veru. í sambandi við skólana ætti að vera fyrir-
myndarbú — kannske líka sjósókn við suma, sem nem-
endur ynnu við og þar með fyrir sér að því leyti, sem
hið opinbera bæri ekki kostnaðinn. Væri þá og væntan-
lega komið í veg fyrir, að skólaganga drægi úr hæfileik-