Jörð - 01.08.1933, Side 190
174
TÍDÆGRA V.
[Jörð
Tídægra.
Eftir BOCCACCIO.
V.
Ku N N U G T mun þaö oss öllum úr fornritum Kýpur-
eyjar,aðí‘yrir æfalöngu bjó þar stórhöfðingi að nafni
Aristippos. Var hann langauðugastur landa sinna umþær
mundir; en svo blítt sem gæfan hafði brosað við honum
á annan vangann, þá hafði hún að hinu leytinu sýnt hon-
um eindreginn kulda. Til dæmis hafði hún gefið honum
son, sem að öllu líkamsgervi stóð öðrum mönnum fram-
ar, en var aftur á móti einstakur sauöur sálarlega. Eig-
inlega hét hann Galesos, en meö því að hvorki tilsögn
kennara, né föðurlegar áminningar, blíðar sem stríðar,
né heldur viðleitni eða ögranir neinna annara höfðu
megnað að troða neins háttar kunnáttu inn í höfuðið á
honum né laga til framkomu hans, sem var mikið frem-
ur skepnuleg, þá höfðu menn uppnefnt hann Kímon, sem
á voru máli yrði einna helzt þýtt með »þöngulhaus«.
Aristippos þoldi með hverjum deginum meiri önn fyrir
son sinn, og er hann var með öllu orðinn úrkula vonar
um, að úr honum myndi rætast, þá sendi hann hann út
í sveit á búgarða sína, til þess að þurfa þó ekki að hafa
hann daglega fyrir augum og skipaði honum að vera
með vinnufólkinu. Kímon undi þessu vel, því að siðfágun
borgarbúa var honum stöðugt til ásteytingar.
Þarna lifði hann sem hver annar vinnumaður, en þá
kom það fyrir dag nokkurn að vorlagi, er hann arkaði
um hagana með kvistarprik sitt á öxlinni, að hann lagði
leiðina um dálítinn skógarlund. Kemur hann nú í mesta
meinleysi þar, sem rjóður var í lundinn og lind í rjóðr-
inu, sem fagurtær lækur rann úr. Og hjá læknum kemur
hann auga á undurfagra mey, er blundaði í grasinu.
Undir hýjalíninu í kirtli hennar sást glögglega fegurð
hörundsins, og féll hann mjúklega eftir vaxtarlaginu. Við