Jörð - 01.08.1933, Qupperneq 191
JÖl'ð]
TIDÆGRA V.
175
fætur hennar sváfu tveir kvenmenn og einn karlmaður,
og vii-tust vera þjónar hennar. Kímon hafði eigi fyrr
átt þess teljandi kost, síðan hann komst upp, að sjá
kvenlega fegurð, enda varð hann nú svo frá sér numinn,
að hann gleymdi sér alveg í aðdáuninni. Þarna stóð hann
eins og negldur og mændi á hina unaðslegu sýn og eitt-
hvað innra með honum tók að leysast úr læðingi; sú
hugsun að gera vart viö sig í hinum dofna huga hans,
sem fram að þessu hafði ekki megnað að veita viðtöku
neinum göfgandi áhrifum, að fegurri konu myndi enginn
dauðlegur maöur hafa augum litið.
Niðursokkinn í skoðunina athugaði hann álengdar
hvert einstakt atriði líkama hennar, þar sem hún lá:
hárið, sem glitraöi líkt og gull, ennið sviphreina, nefið,
munninn, hálsinn, armana, en einkum þó brjóstin björtu,
sem enn voru aðeins lítið eitt hvelfd orðin. Kímon var
að breytast úr menningarlausum durg í mann, er bar
skyn á sýnilega fegurð. Og langaði hann nú ekki til neins
eins og þess, að fá að sjá augu hinnar ungu meyjar, sem
svefninn hafði lokað. Aftur og aftur kom það aö honum
að vekja hana. En með því að hún kom honum svo und-
ursamleg fyrir sjónir, að hann hugði, að engin kona gæti
jafnazt á við hana, þá var hann í vafa um, hvort hún
væri ekki gyðja; og svo mikið hafði hann þó lært, að
guðum bar önnur og meiri virðing en mönnum. Þess
vegna hélt hann hinni ólmu löngun í skefjum, og beið
þess rólega, að mærin vaknaði af sjálfsdáðum.
Loksins vaknaði Ifígenía-, svo hét mærin.Og þegar hún
leit upp, varð Kímon fyrir undrandi augliti hennar, þar
sem hann studdist fram á staf sinn, eins og í leiðslu.
»Hvað ert þú að sýsla í skóginum«, spurði hún. Kannað-
ist hún að öllu vel við ódráttinn, son Aristipposar. Kímon
anzaði ekki, því nú sá hann í augu henni, og virtist ekki
vita í þennan heim né annan.
Varð nú Ifigenía smeik um, að ofsi hans gæti snúizt
henni til vansæmdar og vakti þernur sínar og karlmann-
inn og sagði, að mál væri að halda heim. »Vertu sæll,
Kímon«, sagði hún. »£g kem með«, svaraði hann. Og þó