Jörð - 01.08.1933, Síða 192
176
TÍDÆGRA V.
[Jörð
aö Ifigenía þættist ekki betur á vegi stödd í sanuylgd
hans en svo, að hún jafnvel baö hann um aö fara sína
eigin leið, þá slapp hún ekki viö hann alla leiðina heim
til sín. Þaðan fór Kímon beina leið til föður síns og
skýrði honum frá, að hann væri ófáanlegur til að vera
lengur í sveitinni. Brá Aristipposi heldur illa við, en
lét þó kyrrt liggja, meö því að honum kom til hugar, að
eitthvaö tilefni myndi vera, er kannske kæmi meiru til
vegar.
Sjöfn haföi þannig með atbeina fegurðar Ifigeníu
brotizt til valda í hugskoti Kímons, og leið nú ekki á
löngu, áður en tók að gæta undursamlegra áhrifa af ríki
gyðjunnar. Þeir, sem þekktu Kímon, áttu engin orð til
að lýsa undrun sinni yfir stakkaskiftunum, sem hann
tók. Lærði hann á styttri tíma en aðrir menn allskonar
íþróttir, sem hver maður hefði svarið fyrir, að væri yf-
irleitt unnt aö kenna honum, hversu vel sem hann legði
sig sjálfur fram. Allrafyrst bað hann föður sinn um
sæmilegan klæðnað eins og þann, er bræður hans not-
uðu, og var honum það fúslega eftir látið. Því næst fór
hann að sækjast eftir umgengni við unga menn í borg-
inni, tíginborna, og taka upp framgönguhætti þeirra,
jafnframt því, sem hann aflaði sér annarar almennrar
menntunar, og lagði mikið verk í að verða leikinn í ýms-
um fögrum listum svo sem söng og hljóðfæraslætti. Enn
varð hann hverjum manni fremri í öllu, er laut að vopna-
burði og hernaði, hvort heldur var á sjó eða landi — allt
vegna Ifigeníu. Mætti halda lengi áfram að skýra frá
hinum undraverðu áhrifum hennar á hann; en til þess,
að þreyta ekki, þá skal í fám orðum sagt, að að fjórum
árum liðnum, þá var hann í sérhverju tilliti orðinn glæsi-
legurogelskuverður æskumaður,vel menntaður, og hverj-
um manni fremri á Kýpur, að því er snertir líkams-
íþróttir.
Þér verðið nú, lesendur, að afsaka, þó að ég geti ekki
að mér gert, að snúa mér allra snöggvast frá sögunni,
til þess að láta í ljós lofgerð til hinnar almáttugu ástar.
Furðuleg reynsla Kímons knýr mig til þess. Mætti svo