Jörð - 01.08.1933, Síða 193
Jöl-ð]
TfDÆGRA V.
177
að orði komast um hann, að illar heillir hafi í öndverðu
náð tangarhaldi á hinum glæsilegu hæfileikum, er Skap-
arinn hafði gætt hann að vöggugjöf, reirt þá á hæl og
hnakka með þeim dróma, er ástin ein, sem er forlögum
máttugri, megnar að leysa. Ást, þetta afl, sem vekur
dauðar sálir til lífsins; sjafnarást var það, sem ein lyfti
dáðumríkum drengskap Kímons úr dýflissu og leiddi
fram í dagsljósið, til þess að öllum gæti orðið fullljóst,
að þar sem sjafnarást geysist fram, þar verður allt und-
an að láta. Hvað svo sem er ófagurt í manni, það verður
allt að gefast upp fyrir hinu fagra, sem ummyndast til
æöri ljóma, þegar sjafnarást hefir setzt að völdum í
mannshjarta.
Þó að nú Kímon léti stundum leiðast út í öfgar, eins
og gengur og gerist um ástfangna æskumenn, þá taldi
Aristippos það þakkarvert með tilliti til hinnar ómetan-
legu blessunar, er borizt hafði inn í líf sonar síns af ást-
inni til Ifigeníu. Honum datt því aldrei í hug að leggja
stein í þá götu, heldur hvatti hann miklu fremur, er svo
bar undir. Kímon gerði líka ítrekaðar tilraunir til að ná
takmarki óska sinna á venjulegan hátt. En í hvert sinn,
er hann orðfærði það við föður Ifigeníu, var honum
svarað, að hún væri lofuð höfðingsmanni á eyjunni Hró-
dos, og kæmi vitanlega ekki til mála að rifta því. Tók
nú óðum að nálgast tíminn, er Ifigenía yrði sótt af sendi-
mönnum Parímúndasar, heitmanni hennar, og varð Ki-
moni ljóst, að nú væri að því rekiö, að hann yrði að
drýgja dáðir nokkurar, ef hann vildi standa við hina
miklu ást. »Hún hefir gert mig að manni«, hugsaði hann
með sjálfum sér, og ég þykist þess fullviss, að ég verði
afreksmaður, ef að hún vill verða mín. Vilji hún það
ekki, hlýt ég að deyja«. í þrengingu sinni trúði hann
nokkrum góðum vinum fyrir málefni sínu og réðust þeir
til farar með honum á víkingaskip, er hann hafði látið
búa með mestu leynd. Lögðust þeir nú út og gáfu gætur
að skipinu, er sækja skyldi Ifigeníu. Þegar daginn eftir
urðu þeir þess varir á leið til Hródos og sigldu í veg
12