Jörð - 01.08.1933, Síða 194
178
TÍDÆGRA V.
[Jörð
fyrir þaö. Er komið var í kallfæri stökk Kímon upp í
framstafn og kallaði með þrumandi raust: »Fellið seglin,
piltar, eða búizt til orustu. Ef þið tefjið mig með því að
grípa til vopna, þá fleygi ég ykkur öllum í sjóinn«. Hin-
ir tóku samt þann kostinn að freista hamingjunnar;
sóttu sér vopn og bjuggust til varnar. Er Kímon sá það,
þreif hann stafnljá og rak hann með rokna afli í skip
Hródunga. Stökk hann því næst, stórlátur sem ljón, yí'ir
á skipið og ruddist fast fram, eins og hann ætlaði einn
að hryðja það. Komu hinir eigi sári á hann, en hrundu
niður fyrir honum sem hráviði. Varð þeim svo hverft
við, að þeir báðust jafnskjótt griða og svaraði þá Kí-
mon: »Ungu menn! Ég réðist ekki á yður í fjárvon eða
af illvilja til yðar, þar sem þér siglduð í meinleysi yðar
veg. Allt, sem ég fer fram á er, að þér framseljið mér
Ifigeníu, því hennar vegna einnar hefi ég tekið skipið.
Ég hefi þegar reynt að eignast hana á heiðarlegan hátt;
en faðir hennar gerði mig afturreka, og á ég nú ekkí
annars úrkosta en að taka hana með valdi. Það er inni-
leg ósk mín að verða henni það, sem Parímúndosi var
hugað að verða. Látið mér hana því óttalaust eftir, og
farið burt í friði«. Hródungar voru þegar orðnir svo illa
staddir, að ekki kom til mála, að þeir gætu rönd við reist,
og var því einn nauðugur kostur að láta Ifigeníu af
hendi. Var nú mærin látin grátandi í skip Kímons, en
hann mælti við hana: »Ver eigi hrygg, göfuga mær; ég
er hann Kímon þinn, sem hefi elskað þig svo innilega
og lengi. órofa tryggð mín veitir mér miklu meiri rétt
til þín, en loforð föður þíns, sem er hið eina, er Parí-
múndas hefir við að styðjast«. Fengu nú Hródungar
leyfi til að sigla sinn eiginn sjó, án þess að vera rændir
öðru en meynni.
Ifigenía var hinsvegar óhuggandi, en Kímon jafn ó-
þreytandi að leitast við að hugga hana, enda kunni hann
sér ekki læti yfir því að hafa hina heitt þráðu mey á
valdi sínu. Datt honum nú í hug, að Ifigenía myndi fyrr
sansast, ef að hún hefði fáa kunnuga að umgangaat, og
ákvað því, í samráði viö félaga sína^ að leita hafnar á