Jörð - 01.08.1933, Page 195
Jöl'ð]
TÍDÆGRA V.
179
Krít, þar sem hann, ásamt ýmsum þeirra, átti ófáa ætt-
ingja og góðkunningja, og þeir töldu sér því öruggt frið-
land.
En hamingjan, sem hafði verið Kímon svo eindregið
hliðholl við sjálft meyjarránið, tók nú, að því er virðast
mætti, að sjá eftir öllu saman. Varla fjórum stundum
eftir, að Hródungarnir höfðu fengið að fara, tók nóttin
að færast yfir; þessi nótt, sem Kímon hafði gert sér
svo fagrar vonir um. Og í kjölfar dimmunnar kom fár-
veður, er fyllti himininn þungum, válegum skýjum, og
hafið ógurlegum, freyðandi öldum. Hinir skelfdu sjó-
menn voru með öllu ráðþrota. Varla sást út úr augun-
um og ógerningur var að standa uppréttur á þilfarinu,
sem sjóirnir gengu jafnt og þétt yfir. Kímon var óhugg-
andi út af hinni sáru óhamingju, er yfir vofði; þóttist
hann nú viss um, að guðirnir hefðu gert sér svo greiðan
veginn skömmu áður til þess eins og dauðinn yrði þeim
mun ægilegri, þegar lífslöngunin væri orðin heit og inni-
leg. Förunautar hans voru sömuleiðis óhuggandi; en
hæst allra kveinaði Ifigenía, sem flóði í tárum og hrökk
saman í ofboði hvert sinn, er brakaði í skipinu undan
stórsjóunum. En þess á milli formælti hún ástríðu Kí-
mons og ásakaði hann beizklega fyrir frekju hans, er
æst hefði upp bræði guðanna, svo að þeir legðu nú þá
refsingu á hann, að verða aö horfa upp á dauða þeirrar,
er hann elskaöi, og láta síðan sjálfur lífið við lítinn
orðstír. Þannig gengu kveinstafir hennar og átölur í sí-
fellu, en ofveðriö jókst jafnt og þétt. Sjómennirnir höfðu
ekki hugmynd um í hvaða átt skipið ræki; og er nú
vildi svo til, að þeir sáu land framundan, þá lögðu þeir
alt undir að ná því. Hamingjan var þeim hliðstæð og
komust þeir meö naumindum inn á vík dálitla, þar sem
hió var fyrir storminum; og var þar þá annað skip fyrir,
er leitað haföi hafnar. Vegna myrkurs var þeim ekki
unnt að átta sig á því, var þeir voru staddir. En er birti
af degi og óveðrið var hjá liðið, sáu þeir sér til skelf-
ingar, að þeir láu við eyjuna Hródos, og að skipið, sem
12*