Jörð - 01.08.1933, Side 196
180
TIDÆGRA V.
[Jörð
hjá lá, var þaö, er þeir höfðu deginum áður farið að
sem víkingar. Kímon skipaði nú auðvitað mönnum sin-
um að gera allt, er á þeirra valdi stæði, til að komast
út á rúmsjó. En vindur var óhagstæður og rak þá á
land. Höfðu þá Hródungar kannazt við þá og sent til
bæjar í nágrenninu eftir liðsauka. Var nú brátt múgur
og margmenni á ströndinni og hugðust að launa Kýpverj-
um lambið gráa. Kímon reyndi fyrst að ryðja sér braut
til skógar ásamt liði sínu, en sá brátt sitt óvænna og gai'
upp sjálfan sig, Ifigeníu og menn sína á náðir fjand-
manna sinna. Skömmu síðar kom Lysímakos, sem það
árið var höfðingi eyjarskeggja, meö fjölmennu herliði,
og lét setja Kípverja í varðhald, samkvæmt ályktun eyj-
arráðsins; en Parímúndas haföi þegar flutt fyrir því
kæru sína. Missti Kímon þannig Ifígeníu úr höndum sér,
án þess að hafa notið nokkurrar teljandi blíðu af hennar
hálfu. En hefðarkonurnar á Hródos kepptust hver við
aðra um, að taka vel á móti hinni marghröktu brúði, er
nú loks var komin á ákvörðunarstaðinn. Tók ein þeirra
við henni í heimili sitt, sem væri hún úr fjölskyldunni,
svo að hún gæti safnað kröftum fyrir brúðkaupið. Kí-
mon og menn hans voru látnir halda lífi vegna þess, að
þeim hafði eftir atvikum farizt hlífðarsamlega við Hród-
unga. En ekki var það með góðu geði Parímúndasar, því
að hann hafði lagt sig allan fram um að fá þá tekna af
lífi í stað þess, að þeir voru aðeins dæmdir til æfilangs
fangelsis, sem að vísu getur heldur ekki talizt væg refs-
ing. Sátu nú Kípverjar í traustu varöhaldi, og höfðu gef-
ið frá sér alla von um framtíðina.
Er nú Parímúndas gekk um líkt og grenjandi ljón, til
þess að flýta brúðkaupinu, voru örlögin í kyrþey að
verki, til að rétta við hlut Kímons. Átti Parímú.ndas
yngri bróður, er Hormisdas hét, og var sá í miklu áliti
á Hródos og hafði lengi gengið með grasið í skónum
eftir mey, er hét Kassandra; en Lysímakos var einmitt
dauðástfanginn í henni líka. Er nú Parímúndas var í
þann veginn að halda sitt eigið brúðkaup, þá kom honum
til hugar, að nógu gnman vrori, ef að Hei’IBÍSClhlí gíeti