Jörð - 01.08.1933, Qupperneq 197
TÍDÆGRA V.
181
J örd ]
orðiö honum samferða; auk þess sem vitanlega væri báð-
um sparnaöur aö því. Tók hann því að semja að nýju
við foreldra Kassöndru og ávannst samþykki þeirra
beggja. Þegar Lysímakos frétti þetta, varð hann fyrir
miklum vonbrigðum, því að hann hafði talið sem víst,
aö fá Kassöndru. En hann var slyngari en svo að hafa
hátt um bræði sína, heldur tók hann að hugsa út hrekk
nokkurn, er kæmi þeim Parímúndasi líkt og fjandinn
úr sauðarleggnum. Sá hann að vísu ekki annað ráð fyrir
hendi en að nema Kassöndru á braut, sem vitanlega var,
til þess að gera, hægur vandi fyrir mann í hans stöðu,
þó varla gæti talizt viðeigandi, þar sem hann var til
þess settur af samlöndum sínum að gæta laga og réttar.
Eftir harðsnúna viðureign milli andstæðra tilfinninga,
vann Sjöfn loks sigur, og Lysímakos gei’ði sig einlægan
í því að nema á braut Kassöndru, hverjar sem afleiðing-
ar kynnu að verða. Er hann því næst tók að velta fyrir
sér, hverja hann ætti að gera að trúnaðarmönnum sínum,
þá skaut Kímoni fljótt upp í huga hans, enda mátti svo
að orði kveða, að forlögin legðu honum hann upp í liend-
urnar. Lét hann þá leiöa hann fram fyrir sig að nætur-
þeli og tók svo til orða: »Kímon! Guðirnir, sem sjá oss
rikulega fyrir hæfileikum og tækifærum, hafa líka vissu-
lega til þess ætlazt, að vér notuin það einbeittlega og
teljum oss ekki undan að tefla á tæpt vaö; og eru þá
stundum veitt dýrleg verðlaun þeim, er láta ekki bug-
ast, þó að á móti blási. Þegar þú varst í föðurgarði, þar
sem nóg var af öllu, þá gáfust þér ekki tilefni til að sýna
hið einstaka atgervi, sem þú ert gæddur að náttúrufari.
Þá fyrst er sjafnarást náði völdum í hjarta þínu, gerðist
þú maður með mönnum. Og nú, þegar þú ert kominn í
strangt varðhald, vilja guðirnir aö þú sýnir, hvort þú
hefir haldið drengskap þínum að fullu fyrir því og sért
sá sami Kímon, sem taldi ástir elskaðrar meyjar verðar
allrar áhættu. Ef að svo reynist, þá máttu ganga að því
vísu, að guðirnir hafi í hyggju að launa þér með yfir-
gnæfandi hamingju. Parímúndas hlakkar nú, eins og þú
getur víst nærri, og leggur sig allan fram um að fá ráðið