Jörð - 01.08.1933, Side 199
Jörð]
TÍDÆGRA V.
183
hann í herðar niður«. Kímoni virtist þetta allt með ráði
gert, og beið rólegur átekta í varðhaldinu.
Brúðkaupsdagurinn rann upp. Heima hjá bræðrunum
var mikið um dýrðir og allir á þönum, nema gestirnir,
sem voru eins margir og komust í húsiö. Lysímakos hafði
ráöstafað öllu og safnað liði sínu og Kímons á einn stað.
Skifti hann því nú í þrjá flokka, eftir að hafa haldið
hvetjandi ræðu, þar sem hann lofaði þeim stórgjöfum,
ef að þeir reyndust að vonum hans og létu sér ekkert
fyrir brjósti brenna, hvað sem í skærist. Sendi hann nú
einn flokkinn niður að höfn, til þess að tryggja leiðina
út í skipið, er þeir Kímon kæmu með hið dýrmæta her-
fang; en fór með hina’ flokkana tvo til brúðkaupsms.
Þar lét hann annan flokkinn eftir fyrir dyrum úti, til
þess að hafa útgönguna örugga, en snaraðist svo inn i
veizlusalinn með hinn ásamt Kímoni. Brúðkaupsgestirn-
ir sátu þegar við hin svignandi borð, og kom heldur en
ekki á menn, þegar hið vopnaöa lið geystist inn. Lysí-
makos og Kímon voru ekki handseinir að þrífa hvor sína
brúðina. Grétu þær hástöfum og báðust vægðar, en Lysí-
makos hafði sagt mönnum sínum skýrt fyrir um allt,
og létu þeir það ekki á sig fá, heldur drifu þær út úr
húsinu með foringjana í broddi fylkingar, er rýmdu
vægðarlaust fyrir sér með sverðunum. Frammi við dyr
kom Parímúndas á móti þeim með digran lurk, en Kímon
klauf hann í herðar niður, áður en hann fengi hafiö
lurltin til höggs. Vesalings Hormisdas ætlaði að koma
bróður sínum til hjálpar, en Kímon var honum líka fyrri
til og hjó hann banahögg.
Skildu þeir þannig við veizlusalinn löðrandi í blóði og
héldu fylkingu og fangi alla leið til skips. Lét Lysímakos
jafnskjótt setja út árar og róa frá ströndinni, sem þá
þegar var orðin krökk af fólki, sem bersýnilega hafði
í hyggju að reyna að ná brúðunum aftur. Léttu þeir fé-
lagar ekki förinni fyrr en þeir komu til Krítar, þar sem
þeirn var tekið meö kostum og kynjum af vinum og
vandamönnum. Og er þeir höfðu drukkið brullaup til
hinna eftirsóttu meyja, náðu þeir um síðir að njóta sig-