Jörð - 01.08.1933, Page 200
184
TIDÆGRA V.
[Jórð
urlaunanna í friði og spekt, sem þeim hefir sjálfsagt
komið vel.
Vitanlega varð allt í uppnámi bæði á Hrodos og Kýp-
ur, þegar fréttin barst út. En loks tókst þó að koma sætt-
um á fyrir milligöngu mikilsmetinna ættingja. Sneri því
Kímon aftur til Kýpur með Ifígeníu sína eftir nokkura
útlegð, en Lysímakos til Hródosar með Kassöndru, og
lifðu þeir síðan óáreittir og hamingjusamir, hvor rneð
sinni konu.
Útvarpið og »músíkin«.
M* SÍKMENNTUN er dýrrnæt mannlegum anda
og mannlegu samfélagi. Það finna þeir, sem h?.fa
þó ekki sé nema snefil af henni. Músíkmenntun er svo
að segja óhjákvæmilegur hluti af almennri menntun. Al-
þýðu manna hér á landi hefir, af eðlilegum ástæðum,
verið mjög ábótavant, að því er snertir þenna hluta al-
mennrar menntunar. En nú er útvarpið komiö og meðþví
tækifærið aö bæta úr þessu. Til þessa verður að taka sér-
stakt og eindregið tillit meó innilegustv, alúð, af hálfu út-
varpsins. Útvarp æðri hljómlistar á ekki aðeins að vera
fyrir þann fámenna hluta þjóðarinnar, sem þegar hefir
músíkmentun. Vér getum ekki í því, fremur en í öðru,
stæltútlöndeftirbókstafnum. Músíkútvarp vort verðurað
gera ráð fyrir miklu lægri prósentu áheyrenda, er geta
notað sér æöri hljómlist hiklaust, en aðrar Norðurálfu-
þjóðir. En það hefir kannske líka þau forréttindi fram
yfir útvarp annara menningarlanda, að allur þorri þeirra
útvarpsnotenda, sem ekki kann þegar að nota sér æðri
hljómlist, er bæði greindur og söngnæmur og líklegur til
að geta tekið skynsamlegri tilsögn um það efni. Þaö er
útvarpsins að leggja sig eindregið í framkróka utm að
bjóða slíka tilsögn.