Jörð - 01.08.1933, Page 201
ÚTVARPIÐ OG MÚSÍKIN
185
Jörð]
TIL þess að athuga þetta mál lítið eitt nánar skulum
vér t. d. líta á »óperu«-útvarpid. Heilar óperur eru flutt-
ar í einu, en líklega myndu miklu styttri útdrættir vera
hentugri. Jafnvel músíkalskir menn geta varla fylgst
með heilli óperu í útvarpi, án þess að þreytast, þegar
þeir þekkja hana ekki frá leiksviði, hafa texta fyrir sér
og útskýringin er ekki svo alþýðleg sem skyldi (sem ekki
er nema von á byrjunarstigum málsins, meðan verið er
að reyna fyrir sér); — t. d. ósálfræðileg, ef að svo mætti
að orði komast; áheyrandinn fær ekki glögga grein fyrir
skáldskapargíldi óperunnar, »músíkur« ef ekki texta.
Það þarf að leggja áherzlu á það í skýringunum, að
koma fólkinu í skilning um, að listin er ekki neinn
»fígúrugangur«, heldur fjallar á sannan hátt um lífið
sjálft; skýra andann — viðkvæmnina, hörkuna — lífið
í leiknum.
Tökum t. d. óperuna »Tannhciuser«*) eftir Wagner.
Um hann væri ekki óeðlilegt að benda íslenzkri alþýðu
á, að þar gefi að heyra eindregið islenzkt huldufólkssögu-
efni í búningi þýzkrar þjóðsálar og alþjóðlegrar listar.
Tannháuser var heillaöur inn í hamra af nokkurskonar
álfadrottningu. Með honum er sýndur maðurinn, sem
um er barizt annars vegar af tryggö, stefnufestu, holl-
ustu viö hugsjón: vegurinn; en hins vegar af stefnuleys-
inu, glaumi heimsins: vegleysan.
Úr því að minnst er á Tannháuser, þá getum vér ekki
stillt oss um að minnast á, að a. m. k. í eitt skifti, 10.
jan. 1932, var síðasta, áhrifamesta og auðskildasta kafla
forleiksins sleppt. Sá er þetta ritar, hefir ekki útvarps-
viðtæki heima hjá sér, og getur því ekki sagt um, hversu
þessu hafi endranær verið varið.
VÉR viljum nú leyfa oss að koma með eftirfarandi
uppástungur.
Ekki séu leiknar nema fáar óperur sama árið, en þær
leiknar nokkurum sinnum hver.
*) Frb. tannhojser.