Jörð - 01.08.1933, Page 203
Jörð]
BÆKUK SENDAR RITSTJÓRA
187
INGVAR SIGURÐSSON: Alríkisstefnan. Þetta er
nokkuð stór bók um sameiginlega stjórn allra landa sem
aðalúrræðið mannkyninu til bjargar og framfara. Þarf
mikla óeigingirni og trú, til að semja og gefa út slíka
bók í þessu kaupleysuárferði. Höf. bendir réttilega á, að
(alríkis)kærleikur sé hið eina nauðsynlega til þess, að
þetta sé framkvæmanlegt. Þegar höf. er búinn að slá
þessu föstu, skyldu menn ætla, að hann ræddi eftir það
fyrst og fremst um, hvernig kærleikurinn verði fram-
leiddur í mönnum; en því hliðrar hann sér hjá. Það sem
eftir er af bókinni, sem er mestur hluti hennar, verður
við það út í hött, að vér hyggjum. Þrátt fyrir þetta á
bókin erindi: hún sýnir glöggt ógöngur hins ríkjandi
fyrirkomulags í stjórnmálum heimsins og hún tekur
skýrt fram, að almennur kærleikur og ótakmarkaður er
hið eina, er getur framleitt hið nýja og betra skipulag.
PRIÐRIK FRIÐRIKSSON: Keppinautarnir. Knatt-
spyrnusaga, er gerist í Vesturheimi. Elskuleg og læsi-
leg. Ágóðinn af sölunni gengur til nýts félagsskapar.
PÉTUR SIGURÐSSON: Heimur og heimili. Dálitil
kvæðabók. Það leynir sér ekki aö höfundurinn er skáld,
en kvæðin munu frá töluvert misjöfnum stigum í þroska
hans, þó að sami (gró-)andinn ríki í henni allri. Nokkuð
virðist vandvirkninni ábótavant. Vér gizkum á, að höf.
eigi eftir að gefa út sálmakver, sem ekki sé þannig gall-
að. Þess bíðum vér með eftirvæntingu.
GUÐBRANDUR JÓNSSON: Borgin eilifa og aðrar
ferðaminningar. útgefandi: Bókaverzlun Sigurðar Krist-
jánssonar. — Ný tegund bókar í íslenzkum bókmenntum;
þetta eru nefnilega ekki venjulegar feröasögur, heldur
takmarkaðir þættir úr ferðasögum, sem víkkaðir eru til
listrænnar lýsingar á einstökum athyglisverðum atriðum,
og hugleiðingum í því sambandi. Gætir þá jöfnum hönd-
um hins almenna sjónarmiðs mannsins og hins sérstak-
ara sjónarmiðs áhvgamannsins. Þjóðverjinn Egon Erwin